Börn með foreldra á tveimur heimilum

Börn með foreldra á tveimur heimilum

Hafnarfjarðarbær ætti að vera leiðandi í að móta stefnu í málefnum barna sem eiga foreldra á tveimur heimilum. Horfa á báða foreldra sem jafn mikilvæga í lífi barnsins og miðla upplýsingum til beggja.Laga skráningarblöð skóla að öllum fjölskyldum.Bjóða stjúpforeldra velkomna í skólann og að taka þátt í skólastarfinu. Fela ekki börnum að koma skilaboðum á milli heimila bjóða upp á tvo foreldrafundi og aukasett af skólabókum eigi foreldrar í útistöðum, barnsins vegna. Fræðsla til kennara o.fl.

Points

Samstarf milli skóla og heimila byggi á virðingu og gagnkvæmum hlýhug þar sem lögð sé áhersla á ábyrgð allra á námi og þroska nemenda. Jákvæð samskipti og gagnkvæmt traust milli BEGGJA heimila og skóla stuðlar að samstöðu og samábyrgð um námsárangur og velferð barna sem OFT ERU Í VIÐKVÆMRI STÖÐU. Börn fráskilinna foreldra og þau sem fædd eru utan hjónabands/sambúðar eiga oftast tvö heimili en skólasamfélagið tekur ekki alltaf mið af þeirri staðreynd. Slík viðhorf geta bitnað á börnum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information