Strandblakvöllur við Suðurbæjarlaug

Strandblakvöllur við Suðurbæjarlaug

Strandblakfélag Hafnarfjarðar og Garðabæjar óskar eftir strandblakvelli við Suðurbæjarlaug

Points

Það eru flest bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu komin með völl/velli en okkur í Hafnarfirði sárvantar völl svo að við þurfum ekki að leita til annarra bæjarfélaga. Þessir vellir eru mjög vinsælir og oftast fullbókaðir alla daga. Þetta er ekki eingöngu sport fyrir fólk sem æfir heldur fyrir alla. Fjölskyldur, vinahópa, fólk sem er í sundi og langar að hreyfa sig aðeins í sandinum :)

Garðurinn í suðurbæjarlaug nýtist ekki vel og væri strandblaksvöllur frábær lausn fyrir þetta svæði. Völlurinn sjálfur myndi laða að enn fleiri gesti sundlaugarinnar og lyfta henni upp á annað plan. Strandblak er frábært fjölskyldusport sem Íþróttabærinn Hafnarfjörður á að styðja við, strandblak er ein vinsælasta íþróttin í dag sem ætti að fá sitt pláss í bænum okkar. Fegrum laugina okkar og gerum hana enn skemmtilegri með þessari frábæru viðbót.

Strandblak er íþrótt sem allur almenningur getur leikið sér í. Sportið er ódýrt og einfalt og hentar öllum. Strandblakvellirnir við Laugardalslaug og Árbæjarlaug hafa löngu sannað gildi sitt og hafa aukið líf í sundlaugagörðunum. Að sjálfsögðu ætti að vera strandblakvöllur í Hafnarfirði eins og öllum öðrum bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Að setja upp slíkan völl við Suðurbæjarlaugina væri bæði sundlaug og bænum til sóma, og góð viðbót sem þjónusta við bæjarbúa.

Vinsælt sport í minni fjölskyldu og enginn völlur í nágrenninu. Klárlega myndi þessi viðbót vera til góða. Frábær hugmynd að flétta þetta saman við Suðurbæjarlaug 👍

Eina bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem býður ekki uppá þetta. Mikil aðsókn í vellina sem eru til staðar í nágrannasveitarfélögum

Tilvalið að nýta grasbletinn í eitthvað annað en ekkert.

Strandblaksvöllur í Suðurbæjarlaug væri frábær viðbót við íþróttastarf í Heilsu- og íþróttabænum Hafnarfirði.

Frábær viðbót við Suðurbæjarlaugina :-)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information