Atvinnulíf, búseta og þjónusta

Atvinnulíf, búseta og þjónusta

Ef þú hugsar um bestu mögulegu stöðu í Hafnarfirði árið 2035. Hvað á bærinn að leggja áherslu á til að stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi, búsetu við hæfi og skilvirkri og einfaldri þjónustu?​

Points

Bíóhús og keiluhöll Hafnarfjörður hefur svo mikið og margt. Það eina sem þarf að sækja út fyrir bæjarmörkin er nánast bara bíóferðir og keila ef áhuginn liggur þar. Það væri frábært í stækkandi samfélagi að ýta undir hugmyndir um bíó í Hafnarfirði og jafnvel þá keilu í sama húsi - sbr. Egilshöll. Enn betra ef það væri kannski bara skautasvell líka.

Hafnarfjörður leggi fremur áherslu á að ýta undir hraðari byggingu húsnæðis og þar með hraðari fjölgun íbúa, í stað þess að fókusa á skammtíma tekjuöflun með háu lóðaverði. Með fyrirhuguðum flutningi skóla og fyrirtækja til Hafnarfjarðar og vaxandi áhuga á slíku skapast mikil tækifæri sem geta hæglega glatast ef bæjarfélagið hugsar ekki til framtíðar um að húsnæðisframboð styðji við vöxtinn. Fjölgun íbúa til framtíðar er styrkari tekjuöflun fyrir bæinn en sala lóða á uppsprengdu verði.

Hverfispubbar eða önnur sambærileg þjónusta Ýta undir og auðvelda þeim sem vilja búa til stemningu innan hverfa með samkomustöðum af einhverju tagi þá framkvæmd. Hverfastaðir efla samskipti, nágrannavörslu og vonandi náungakærleik.

Póstkort og kynningar til nýrra íbúa Taka fagnandi á móti nýjum íbúum bæði íslenskum og þeim sem eru af erlendu bergi brotnir. Bjóða alla velkomna með fallegu póstkorti þar sem bent er á alla miðla bæjarins og upplýsingar um þá þjónustu sem þar má finna. Bjóða svo tvisvar sinnum á ári upp á leiðsögn um bæinn. Helstu kennileiti og staði. Ferð á rútu milli hverfa með leiðsögn. Opnar klárlega augu viðkomandi og ýtir vonandi undir vellíðan og ánægju.

Hafnarfjörður verði góður staður til að búa á fyrir fólk sem kýs bíllausan lífsstíl. Hægt verði að sækja flesta grunnþjónustu í göngufæri frá heimili. Almenningssamgöngur tengi vel öll hverfi innbyrðis og tengi líka bæinn vel öðrum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Í dag vantar upp á praktískar og nothæfar leiðir í sum hverfi. Í dag er Hafnarfjörður ágætlega tengdur vesturhluta Garðabæjar, Kópavogs og Reykjavíkur en mjög illa tengdur austurhluta höfuðborgarsvæðisins.

Hafnarfjarðarbær þarf að hugsa út í það að hverfin þoli aukna umferð þegar verið er að þétta byggðir. Einnig þarf að skoða þetta með tilliti til fleiri þátta, t.d þá hefur hraunið í Norðurbænum fyrir löngu hætt að taka við öllu þessu vatni sem í það er dælt og það má ekki við mikið meira álagi. Það þarf að tengja dren úr fjölbýlum inn á skólpkerfi bæjarins og koma vatninu úr hvefinu og úr jarðveginum.

Hafnarfjörður komi upp"alvöru" þjónustuíbúðum fyrir eldra fólk, sbr. Dalbraut 27, Langahlíð, Furugerði ofl. staðir í Rvík. Eldri einst. sem þurfa umgjörð og aðstoð en glíma við mikið óöryggi, jafnvel kvíða og depurð. Oft skortir þessa einstaklinga frumkvæði og sjálfsöryggi til að takast á við lífið. Þessir einst. eru inn og út af spítölum og sækja um á hjúkrunarheimilum sem eru ekki rétta þjónustustigið fyrir þessa einstaklinga.

Sjálfbært og bíllaust hverfi Koma upp hverfi í útjaðri bæjarins sem er sjálfbært og bíllaust. Græn svæði, gróðurhús, náttúruleg leiktæki og fólk sem gefur af sér til samfélagsins. Byggir á hugmyndafræði sem m.a. er að finna í Danmörku og víðar.

Stúdentaíbúðir til leigu Í ljósi þess að m.a. Tækniskólinn er að flytja allt sitt til Hafnarfjarðar og að tæknfræðideild HÍ er komin með allt sitt í Menntasetrið við Lækinn þá er mikilvægt að hugs að hagkvæmu, litlu og notalegu húsnæði fyrir stúdenta á hafnarsvæðinu eða í það minnst þannig að nemendur geti verið í göngufæri við skóla og helstu þjónustu.

Mörkuð verði stefna í uppbyggingu atvinnuhúsnæðis. Lögð verði m.a. áhersla á hentugt húsnæði fyrir smáiðnað og þjónustu, aðlaðandi húsnæði sem laði að m.a. grænan iðnað og frumkvöðlastarf. Nú er nær eingöngu byggt geymsluhúsnæði og stærri iðnaðarbyggingar oft fyrir grófan iðnað auk þess sem smáiðnaður og þjónusta hröklast af Hraununum.

Þétting byggðar taki til þess að íbúafjöldi sé meiri til að stuðla að því að fyrirtæki dafni inn í því hverfi sem þétting byggðar á sér stað

Stand ávörp um lítil og meðalstór fyrirtæki frekar en stóriðnaðað

Hafnarfjörður ætti áfram að leggja áherslu á fjölbreytt atvinnulíf, auka meira við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og leggja meiri áherslu á þéttingu byggðar. Meiri þétting mun stuðla að auknum tengslum íbúa Hafnarfjarðar við atvinnulífið og efla bæjarlífið. Áfram ætti að leggja áherslu á að færa iðnað yfir á Vellina og byggja upp blómlegt íbúahverfi í Norðurbænum. Uppbygging Hafnarinnar mun skipta sköpum fyrir framtíðina sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn og ungt fólk sem vill setjast að í bænum.

Atvinnulíf. Viðhalda og auka við sjósókn krókaveiðibáta og þá aðstöðu sem þeim hentar. Hvetja tæknifyrirtæki að koma og bjóða þá aðstöðu sem hentar s.s aðgengi að raforku. Búseta. Með opnum huga að brjóta land til bygginga og nærþjónustu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information