Samfélag og umhverfi

Samfélag og umhverfi

Ef þú hugsar um bestu mögulegu stöðu í Hafnarfirði árið 2035. Hvað á bærinn að leggja áherslu á til að stuðla að markvissri þátttöku íbúa, heilnæmu umhverfi og vistvænu samfélagi?

Points

Auka enn frekar hjólastíga til að auðvelda að ferðast um bæinn á hjóli.

Gera Hafnarfjörð að aldursvænum bæ, sbr. Rvík aldursvæn borg. Flott framtak hér að gera bæinn að Heilavinabæ. Sá þetta verkefni fara af stað en svo hefur maður ekki heyrt neitt meira. Þarf kynningu og stöðuga áminningu um það sem bæjarbúar vilja/ætla að sameinast um.

Skiptimarkaður - efnisveita Setja upp vettvang þar sem hægt er að koma með alls konar heillega hluti; húsgögn, tæki, fatnað, bækur og bara alls konar efnivið fyrir alla áhugasama. Umhverfisvænt deilihagkerfi sem bæði er hugsað fyrir þá sem minna mega sín og eiga minna á milli handanna, þá sem eru að koma upp búi, hælisleitendur og einnig skóla bæjarins sem oft eru að leita að efnivið. Td. glerkrukkur, járndósir, pappafernur, flöskutappa, etc.

Vinavettvangur - match making Það eru alltaf einhverjir í samfélaginu okkar sem eru einmana og vantar hvatningu og örvun, jafnvel rétta félagsskapinn. Finna lausnir og leiðir til að leiða saman þá sem hafa sömu áhugamál, sama smekk og eru líklegir til að tengjast á einhvern hátt. Bæta þannig lífsgæði margra og vellíðan.

Pennavinir - samstarf skóla og eldra fólks Samfélagslegt verkefni í anda þess að vera heimsforeldri UNICEF. Skapa samband á milli kynslóða og þá kannski ekki síst þeirra eldri sem eiga lítið tengslanet. Koma á pennavina sambandi (halda í gamlar hefðir), skrifa bréf og póstkort og jafnvel koma á gönguferðum og hittingum. "Ættleiða" eldri borgara. Bæði skólar og fjölskyldur gætu komið að slíku verkefni.

Fastar viðurkenningar á vegum bæjarins Veita viðurkenningar við alls konar tilefni. Þarf ekki að vera stórt eða mikið heldur meira til að vekja athygli á fólkinu í samfélaginu okkar. Hafnfirðingur til fyrirmyndar. Elsti Hafnfirðingurinn. Fyrsti fæddi Hafnfirðingur ársins. Síðasti fæddi Hafnfirðingur ársins. Litlu hlutirnir sem skipta svo miklu máli.

Fjölskyldu- og húsdýragarður Það elska margir dýra og hafa gaman af því að vera í kringum dýr. Það væri ánægjulegt ef Hafnfirðingar gætu upplifað hefbundin heimilisdýr heima í Hafnarfirði. Garður með hundum, köttum, kindum, hestum, kúm, geitum, hænum og öllu því helst. dýr í fallegum umhverfi sem vel er hugsað um og tryggt nóg af knúsi og umhverfi til hreyfingar.

Sjálfboðastarf - skólar og áhugasamir Ýta undir sjálfboðastarf og finna leiðir til að leiða saman þá sem vilja fara t.d. 1 ) út að plokka og hreinsa, 2) heimsóknir til eldri borgara, 3) gönguferðir með öðrum, 4) aðstoð til þeirra sem þurfa aðstoð með innkaup, sláttur á sumrin, þrif og umhirði. Gæti verið samstarfsverkefni með framhaldsskóla og jafnvel eldri bekkjum grunnskóla. Virkjun á samfélagshugsun og samkennd.

Starfskynningar - störf bæjarins Kynningar fyrir alla áhugasama á störfum bæjarins. samstarf við Vinnumálstofnun og menntastofnanir. Skóla bæjarins. Það vita nefnilega ekki allir hvað þeir vilja verða þegar þeir verða stórir. Mikilvægt að prófa störf á áhugasviðinu.

samfélag.efla félagsþekkingu ungmenna og að starfa i félagsskap .s.s Kiwanis,Lion, JC o.fl. Umhverfi.Kenna öfgalaust hringrásar hagkerfi.

Bærinn gróðursetji fleiri tré við allar helstu götur í Vallahverfinu til þess að gera yfirbragð hverfsins grænara.

Stjórnsýsla og ákvarðanir varðandi fjárútlát til íþróttastarfs verði gegnsæ og með víðtækari aðkomu bæjarbúa. Ef bæjarbúar yrðu spurðir, en ekki bara Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, væri hugsanleg útkoma að fólk vildi byggja upp aðstöðu í nærsamfélaginu, t.d. með því að tryggja íþróttaaðstöðu í hverjum skóla. Þannig aðstaða gæti svo nýst öðrum íbúum hverfisins utan skólatíma. Í dag er miklum fjármunum og tíma sóað í akstur barna milli skóla og íþróttahúsa.

Stuðla að aukinni sjálfbærni með nærþjónustu og gera fólki kleift að leggja bílnum meira. Margfalda fjölda og hlutfall hjólandi og gangandi enda eru vegalengdir stuttar sérstaklega ef að innviðir eru bættir

Markviss plöntun trjáa innan bæjarins með það fyrir augum að bæta loftslag og veðurfar og bæta ásýnd og upplifun. Gróður þarf að passa í umhverfið og því þarf að vanda til verka. Reynslan sýnir að meðlahitastig hefur hækkað á grónustu svæðum borgarinnar vegna þess skjóls sem tré veita. Þar að auki myndi ásýndin batna enda eru iðnaðar- og þjónustuhverfi við allar leiðir inn í bæinn.

Miklu fleiri hundagerđi um allan bæinn

Styðja við meira líf út í hverfunum t.d. lítil kaffi hús í flest hverfi til að efla samskipti milli bæjarbúa. Það er mikilvægt að efla samkennd og að hittast er stór þáttur í því. Yngra fólk nýtir kaffihús til að hittast mun meira en þeir sem eldir eru og þetta gæti laðað að meira fólk í bæinn. Hér mætti t.d. vera með leigustyrki eða ódýra leigu ef bærinn á húsnæði sem hentar, einskonar stofnstyrkir kæmu líka til greina.

Að bærinn skipuleggi og útfæri það að bæjarbúar geti leigt sér ræktunarskika (kartöflugarð) og pláss í gróðurhúsi svo að þeir hafi möguleika á að rækta eigið grænmeti og ávexti fyrir sínar fjölskyldur. 🍅🍓Einnig að komið væri upp markaðssvæði í bænum þar sem bæjarbúar geta selt sína umfram-framleiðslu og afurðir unnar úr henni, t.d. sultur og súrkál einnig handverk, bakstur og slíkt. Á markaðnum yrði mögulega gert ráð fyrir listviðburðum og ýmisskonar félagslífi fyrir unga sem aldna.💚

Sett verði upp verkefni til að hygla sögu og menningu bæjarins, t.d. í samstarfi bæjaryfirvalda og byggðasafnsins. Með verkefninu verði ýmsir þættir í sögu bæjarins gerðir sýnilegri, bæði fyrir bæjarbúa og gesti (innlenda og erlenda). Meðal þess sem mætti gera: - Merkja götur með eldri/horfnum götuheitum - Setja upp skildi/skilti upp á eða við sögufræg hús í Hafnarfirði. Nýta tækni (t.d. QR kóða) til að áhugasamir geti sótt ítarupplýsingar á vef.

Hafnarfjörður verði að jólabæ höfuðborgarsvæðisins. Á fáum árum má markvisst - stækka jólaþorpið og jólaverslunarsvæðið í miðbænum - auka við jólalýsingu í Hellisgerði ár frá ári þannig að allur garðurinn verði upplýstur - tengja saman Hellisgerði og jólaþorpið með jólalýstri gönguleið - Bærinn setji upp jákvæða hvata fyrir fyrirtæki og íbúa að setja upp jólaljós snemma samhliða jólaþorpinu og Hellisgerði Aðsóknin síðustu tvö ár hefur sýnt að það liggja mikil tækifæri í jólabænum Hafnarfirði!

Bætt aðkoma að Hvaleyrarvatni og umhverfið þar í kring verði lagfært, vantar fleiri bílastæði og einnig að aðkoman verði aðgengilegri fyrir hjólandi og gangandi, vantar framhald af fína stígnum sem liggur eftir Kaldárselsvegi. Það þarf svo að framlengja þann göngustíg alveg upp að Helgafelli. Vantar fleiri bílastæði við Helgafell nánst jafnmörg og eru fyrir

Inni tennisvölk

Útbúin verði góð skíðabrekka með skíðalyftu fyrir almenning, svona svipaða og er í Breiðholtinu og Grafarvoginum. Útivist er holl og skemmtileg og veit ég að það myndi vekja mikla lukku hér í Hafnarfirði ef skíða og sleðabrekka með lyftu yrði útbúin. Hægt væri til dæmis að nýta brekkurnar hér við Vellina eða Skarðshlíðina í slíkt verkefni.

Allar minjar í bæjarlandinu verði merktar og gerðar aðgengilegar. Gamli vatnsstokkurinn í Kaldárbotnum verði endurbyggður að hluta til að minna á einstakt afrek. Fornleifauppgröftur verði gerður á Þorbjarnarstöðum og stefnt að byggingu tilgátuhúss þar til að minna á forna byggð.

Kjóadalur verði hreinsaður og gerður að útivistarsvæði, t.d. í umsjá skátanna. Þar er rými fyrir skógrækt, útivist, skíðagöngu og fl. Gæti orðið einn allra fallegasti útivistarstaður bæjarins.

Hafnarfjörður er með góð útivistarsvæði og mætti auka aðgengi að þeim og vitundarvakningu. Þáttaka íbúa hefur aukist mikið með uppbyggingu Jólaþorpsins og er mikilvægt að halda því áfram. Það em Hafnarfjörður gæti m.a. gert til að efla vistvænt samfélag, þáttöku íbúa og heilnæmt umhverfi væru bættar almenningssamgöngur, áframhaldandi heilsueflandi markaðssetning og stefna, aukið menningarlíf og veitingaþjónusta, huga að nærliggjandi þjónustu, aukið samráð bæjarbúa og efling ferðaþjónustunnar.

Stofnun hverfisráðs sem koma raunverulega að ákvörðunum um þeirra hverfi

Ég legg til að svæðið milli Ásvallalaugar og Ástjarnarkirkju verð sett í hverfisvernd. Um er að ræða fallegt og vel mosagróið svæði við Ásbraut, fjölförnustu leiðina inn í hverfið. Svæðið er fallegt, ósnortið og af því er mikil prýði fyrir hverfið. Meðfram svæðinu er fallegur göngustígur sem er fjölfarin leið að íþróttamannvirkjunum á Ásvöllum. Hverfisverndun þess mun hafa góð framtíðaráhrif á umhverfi Ástajarnarkirkju og alla ásýnd hverfisins og að sjálfsögðu Hafnarfjarðarbæjar.

Bæta hjólastíga til að einfalda hjólandi að komast á milli. Í dag er ekki til ein þægileg leið fyrir hjólandi að komast á milli. Fer frá Hvaleyrarholti til vinnu á Dalshrauni og það er fátt um fína drætti. Kemst næst því að hjóla á þægilegum stíg ef ég fer framhjá Hrafnistu og inn í Garðabæinn. Að komast frá Holtinu að Strandgötu felur í sér heilmiklar ferðir upp og niður gangstéttakanta þar sem ekki er lokið við samfelldan göngustíg við Íshúsið sem tengist Strandgötustíg.

Brandarabærinn Hafnarfjörður Hafnfirðingar eru fyndnir og brandararnir margir. Hafa létt lundina hjá mörgum. Hugmynd að vinna meira með þetta. Gera bröndurunum meira undir höfði. Gera sketcha, Hada húmorhátíð. Brandaragöngur. Hláturjóga í Hellisgerði sem er opið öllum.

Hafnarfjarðarbær útbúi fjallahjólabrautir í upplandi Hafnarfjarðar. Áhugi á þessu sporti hefur farið vaxandi síðustu ár og virðist ekki vera á neinu undanhaldi. Nú þegar nýtir hjólafólk sér Hvaleyravatn og svæðið þar í kring og er um að gera að bæta aðstöðuna og útbúa hjólaleiðir í kring.

Hafnarfjörður getur aukið kolefnisbindingu í þéttbýli með því að rækta og gróðursetja bergfléttur og tré sem víðast í bæjarlandinu. Íbúar og skólasamfélagið geta auðveldlega tekið virkan þátt í verkefninu því að bergfléttur dafna vel í Hafnarfirði. Vefsíðan bergflettan.com sýnir allskyns hugmyndir og útfærslur á slíku verkefni, hvort sem um væri að ræða bergfléttur í görðum eða almenningsrými. Einnig væri áhugavert að sjá hvernig þær myndu þrífast utan byggðakjarnans. https://bergflettan.com

Hafnarfjörður verði öruggur og heilsueflandi og að allar ákvarðanir verði teknar með það að leiðarljósi. Þannig stefna myndi t.d. leiða af sér aðrar ákvarðanir í gatnaframkvæmdum þar sem öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda yrði mikilvægara en hámarkshraði bíla. Sú stefna myndi vinna gegn umferðarhávaða og svifriksmengun sem gæti sums staðar valdið lækkun hámarkshraða. Til að nefna sértækri dæmi þá yrðu ekki valdir þröngir og brattir hringstigar við rennibrautir í sundlaugum osfv.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information