Barnaleikvöllur í Sjálandshverfi

Barnaleikvöllur í Sjálandshverfi

Ósk um lagfæringu og efndir um barnaleikvöll í Sjálandshverfi sem var samþykktur í þessari kosningu 2019 en börnin svikin um hann þar sem þar er einungis ein barnaróla og ein klifurgrind. Hægt er að bæta úr þessu með því að bæta við tækjum og endurskipuleggja hann.

Points

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Sem íbúi í hverfinu með börn á aldrinum 1-11 ára þá er þessi “leikvöllur” arfaslakur. Lítið sem ekkert hægt að gera fyrir börnin og leiðinlegt að Garðabær hafi svikið ungviðinn um skemmtilegan leikvöll. Vona að bætt verði úr þessu þar sem þetta er stórt svæði og hægt að gera það mun skemmtilegra og fjölbreyttara fyrir börnin.

Börnin vilja þá leika sér þarna efþetta verður lagfært.

Auðveldlega hægt að gera þetta svæði spennandi og skemmtilegt fyrir börn sem það er alls ekki nuna

Mætti endilega hafa í huga alla aldurshópa þar sem það vantar alveg tæki fyrir ungbörn í Sjálandi og Ásunum. Flest allt sem er hérna eru klifurtæki fyrir eldri krakka. Væri gaman að sjá amk ungbarnarólu.

Algjörlega sammála! Einlæg ósk að þetta verði lagfært svo fleiri geti nýtt sér svæðið sem er þétt setið í einu.

Bý í Sjálandinu og VÁ hvað ég er til í sem mest líf og sem flest leiktæki þarna fyrir krakkana❤️ Elska líf, hlátur og gleði í Sjálandinu og finnst einmitt vanta fleiri tæki á þetta leiksvæði, stórt og vinsælt svæði en einungis ein lítil róla og ein klifurgrind. Pláss fyrir MIKLU MIKLU meira!!❤️ Takk!!

Algjörlega þetta verður að bæta.

Frábær hugmynd! Mikil þörf á meira spennandi leiksvæði fyrir börnin í sjálandinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information