Betri leikvelli í Ásunum

Betri leikvelli í Ásunum

Búið er að uppfæra leikvöllinn við Bergás en leitt er að sjá að ung börn voru ekki höfð í huga eða fjölbreytni. Í raun eru bara rólur og klifurtæki það eina í boði. Þarna hefði verið hægt að sleppa öðru kilfurdótinu og setja t.d. rennibraut niður hólinn sem er þarna rétt hjá eða lítið trampólín. Þetta er sama úrvalið og hægt er að fá á næsta leiksvæði í Sjálandinu. Tækifæri eru til staðar að betrumbæta alla þessa leikvelli og gera það á skemmtilegri hátt líkt og sjá má á öðrum stöðum í Garðabæ.

Points

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Sammála!

Sammála ofangreindu

Klárlega mikil þörf!

Sammála. Virkilega ábótavant. Efri og neðri Lundahverfi í GBR fengu 2x flotta leikvelli á seinustu árum, þar af einn stóran kastala... er ekki hægt að prýða Ásana með slíku? Hér eru mörg börn í stækkandi hverfi!

Finnst leikvöllurinn ekki henta öllum aldri, hefði vilja sjá trampólin eins og er viða hvar.

Mjög sammála - vantar kastala, rennibraut og trampólín í Ásahverfið.

Sammála þessu og væri gaman að sjá leikvöllinn við Bergás og Furuás svipaðann og sjá má við Smáraflöt og Lindarflöt. Þar er að finna skemmtilegann kastala og bát sem hentar breiðu aldursbili.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information