Gervigras á fótboltavöllinn í Akrahverfi

Gervigras á fótboltavöllinn í Akrahverfi

Fótboltavöllurinn í Akrahverfinu (við Árakur/Byggakur) er illa farinn og verður ein drulla á sumrin. Hugmyndin er að setja gervigras, jafnvel minnka völlinn eða breyta honum í tvo velli og nýta þannig svæðið betur. Völlurinn er mjög vel nýttur af börnunum en drullan skemmir mikið fyrir.

Points

Kæri hugmyndasmiður. Þín hugmynd hefur verið valin áfram í kosningu Betri Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Algjörlega sammála. Tveir litlir battó á þessu svæði myndu nýtast jafnvel enn betur. Þá eru fleiri mörk til að skjóta á. Ég hef aldrei séð heilan leik spilaðan með mörgum leikmönnum á þessum velli þó mér gæti skjátlast. Mögulega myndi það þó breytast með gervigrasinu. Drullan, þúfurnar og holurnar hjálpa ekki til.

Frábær hugmynd! Yrði pottþétt mikið notaður allan ársins hring. Mörg börn hér í hverfinu sem myndu taka þessum velli fagnandi(og foreldrar líka). Styður við hreyfingu og útiveru barna sem er alltaf jákvætt.

100% sammála. Mætti taka körfuboltavöllinn fyrir aftan í gegn á sama tíma. Stækka völlinn svo hægt sé að nota hann.

Frábær hugmynd, myndi bæta ásýn svæðisins mikið of gera svæðið enn meiri miðstöð barna í hverfinu Það mætti nota tækifærið og færa rólurnar þannig að þær tengist hinum leiktækjum á svæðinu. Það mætti halda að sá/sú sem teiknaði svæðið hafi aldrei farið með börn á leikvöll.

100% sammála og mikil þörf fyrir betri fótboltavelli í Akrahverfi

Æðisleg hugmynd. Myndi nýtast mjög vel. Væri frábært að fá tvo velli.

Frábær staðsetning fyrir hrúgu af krökkum og því gefið að bæta aðstöðuna fyrir frábæra útivist!

Gervigrasvöllur myndi nýtast gríðarlega vel á þessum stað og miklu betur en það fyrirkomulag sem er í dag. Mjög mikið af börnum í nærliggjandi umhverfi. Líklega myndi nýting verða enn betri með tveimur battó í stað eins vallar á þessum stað.

Eitthvað þarf að gera völlurinn er ójafn þótt nýlega hafi völlurinn verið tyrfður að nýju, og oft á floti. Kannski er eina leiðin að setja gerivigras. Hef farið með barnabörnin þangað undanfarin ár. Vel mætti setja niður bekk við völlinn fyrir "áhorfendur".

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information