Lægra útsvar og fasteignagjöld

Lægra útsvar og fasteignagjöld

Ef hægt er að kjósa á milli hugmynda þá er engin þeirra það nauðsynleg að réttlætanlegt sé að verja skattfé til hennar. Legg því til lægri álögur. Ekki nota skattfé sem fengið er með valdbeitingu í slík verkefni. Ef mikill áhugi er á einhverju getur fólk safnað fjálsum framlögum til verkefnisins. Mynd af Sigurði Magnússyni fyrrum sveitarstjóra Álftaness fyrir athygli. Kveðja, Magnús Óskarsson.

Points

Mismunandi fólki finnast mismunandi hlutir nauðsynlegir. Þó er ekkert sem segir í reglunum um þessa hugmyndasöfnun að hugmyndirnar þurfi að vera nauðsynlegar. Verkefnið heitir "Betri Garðabær" vegna þess að þetta á að vera staður fyrir umbótahugmyndir. Legg til að fyrir hverja hugmynd sem þér líst ekki á þá kjósir þú hugmyndina niður. Legg líka til að þú endurskilgreinir hugmyndina þína aðeins t.d. "Spörum skattfé með því að sleppa Betri Garðabær verkefninu" því það er það sem ég skil þú viljir.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information