Bættar samgöngur í urriðaholti

Bættar samgöngur í urriðaholti

Almenningssamgöngur í urriðaholt til kl. 23 líkt og í öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu

Points

Hverfið er hættulegt bílum sem og gangfarandi. Til að geta mætt öðrum bíl, þarf maður á stöðum að keyra inn á bílastæði sem og að gangstétt vegfarenda. Stærri bílar hafa ekki radíus til að beygja inn í hverfið, hvað þá ná þröngum beyjum víða um hverfið, gott dæmi er snjómokstur, en það er umtalað hvað enginn vildi taka snjómokstur í hverfinu. Allt í allt, eru þröngar og lélegar götur í Urriðarholti það eina sem skemmir hverfið.

Kauptúnið og gatnamótin við brúna eru stórt vandamál í umferðarmàlum Urriðaholtsins. Bærinn verður að fara í framkvæmdir til að geta gert hringtorg við brúna og annað hringtorg à gatnamótum Urriðaholtsstrætis og Holtsvegar svo umferðin stöðvist ekki og til að létta á Kauptúninu og stíflum á brúnni. Það þarf að hugsa lengra fram í tímann. Umferðarljós á þessum stöðum eru alltof hamlandi og tefjandi. Sammála Matthías Ragnars Arngrímsson

Ekki hægt að bæta almenningssamgöngur þegar að það er bara ein leið inn og út úr hverfið. Við sáum nú bara um daginn þegar það tók suma 40 mínútur að komast ur holtinu vegna þess að leiðin út lokaðist. Hvað er það væri eldur eða einhver í lífshættu? Þarf virkilega einhver að deyja svo þessu sé bætt?

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Kauptúnið og gatnamótin við brúna eru stórt vandamál í umferðarmàlum Urriðaholtsins. Bærinn verður að fara í framkvæmdir til að geta gert hringtorg við brúna og annað hringtorg à gatnamótum Urriðaholtsstrætis og Holtsvegar svo umferðin stöðvist ekki og til að létta á Kauptúninu og stíflum á brúnni. Það þarf að hugsa lengra fram í tímann. Umferðarljós á þessum stöðum eru alltof hamlandi og tefjandi.

Nauðsynleg að strætó gangi aðeins lengur á kvöldin. Ef það þarf að panta áfram ferðir þá er nauðsynlegt að breyta brottfarartíma.

Börnum, ungmennum og fullorðnum sem eiga ekki bíl er mismunað í Urriðaholti miðað við önnur hverfi Garðabæjar. Ómögulegt er að komast með almenningssamgöngum inn og út úr hverfinu eftir kl 20. Leið 21 og leið 22 hætta báðar að ganga og þá tekur pöntunarþjónusta við á leið 22 á klst fresti. Ætlast er til að við sendum börn með leigubíl sem þeim þykir mörgum óþægilegt. Myndum við almennt setja börn ein í bíl með ókunnugum aðilum?

Ég sé engin rök á móti því að hætta að mismuna fólki eftir búsetu

Samgöngur inni urriðaholtið er mjog ábótavant og það er þörf að stræto komi oftar inn i hverfið, i þessu hverfi bua born sem þurfa koma leiða sinna a æfingar, skóla og fleira. Þa ætti það að vera fastar ferðir enn ekki að þurfa að panta stræto hingað upp i hverfið. Þo svo að þetta se umhverfisvænt hverfi að þa a stræto alveg að geta gengið inn i hverfið.

Æfingar barna hjá stjörnunni eru ekki innan hverfis og eru seint og þá er lykilatriði að bjóða upp á að þau geti komist heim til sín eftir æfingar

Það þarf að vera strætó sem getur tekið á móti fólki með barnavagna. Það er mjög erfitt að áætla strætóferðir ef maður getur ekki verið viss um að vagninn komist með.

Nauðsynlegt fyrir ungmenni (og bíllausa) ađ geta nýtt almenningsamgöngur á kvöldin í tengslum við tómstundir, félagsstarf og vinnu. Eins og fyrirkomulagið er núna er þetta mismunun eftir búsetu.

Nauðsynlegt fyrir ungmenni (og bíllausa) ađ geta nýtt almenningsamgöngur á kvöldin í tengslum við tómstundir, félagsstarf og vinnu. Eins og fyrirkomulagið er núna er þetta mismunun eftir búsetu.

Erfitt að komast til og frá hverfinu á annartíma verslana í Kauptúni.

Aðgengi inn og út úr Urriðaholtinu getur verið mjög erfitt á opnunartíma verslanna í Kauptúni. Þetta ástand getur verið lífshættulegt m.t.t. forgangsakstur sjúkrabíla, slökkviliðsbíla og lögreglu. því er NAUÐSYNLEGT að fá auka inn- og útkeyrslu mögluleika fyrir Urriðaholtið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information