Púttvöllur á Álftanesi

Púttvöllur á Álftanesi

Nú er búið að skipuleggja svæðið Krókur á Álftanesi með lágreistri raðhúsabyggð. Við hönnun hverfisins myndaðist skemmtilegt opið svæði á milli Gásamýri og Klukkuholts. Hugmynd mín er sú að gerð verði púttflöt eins og er við Vífilsstaðarveg í Garðabæ. Vegna endurskipulagningar Golfklúbbs Álftaness var æfingapúttflötin tekin úr notkun og er því kjörið tækifæri að bæta úr þessu. Svæðið er mjög skjólsælt og myndi þjóna vel ungum sem öldnum. Með von um góðar undirtektir.

Points

Fjölbreyttari afþreyingu a Álftanesið....flott hugmynd.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Frábær hugmynd 👏🏻⛳️

Við þurfum að halda öllum íþróttum í nærumhverfi okkar. Styð þetta heilshugar.

Frábær hugmynd í nærumhverfið

Frábær hugmynd og gott framtak fyrir allan aldur.

Ekki hrifin af þessari staðsetningu 😔

Þetta er frábær hugmynd og á eftir að nýtast vel

Flott hugmynd, en má bæta staðsetninguna. Það er ástæða fyrir því að ekki var byggt þarna, lóðareigandi vildi ekki selja.

Alfarið á móti púttvelli svona nálægt íbúðabyggð, vegna hávaðamengunar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information