Hækka og halla göngustíg meðfram Bæjarbraut vegna polla

Hækka og halla göngustíg meðfram Bæjarbraut vegna polla

Meðfram Bæjarbraut er göngustígur sem er algerlega flatur og á vorin myndast þar oft langir pollar vegna þess að jörðin frýs og tekur ekki við vatni en stígurinn er lágt niðri og vatn leitar að stígnum. Verður til þess að á vorin þegar miklir pollar eru þarna þá þarf fólk annaðhvort rosa stígvél eða að ganga á grasinu/í snjónum/á klakanum meðfram stígnum. Legg til að hækka stíginn aðeins (bara setja annað lag af steypu ofan á hann og jafnvel halla honum aðeins svo að vatnið leiti að götunni.

Points

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Snilldin ein, takk!

Myndin var tekin 20.janúar 2023

Þennan stíg mætti líka breikka í leiðinni svo að hann gæti þjónað sem samgögnustígur. Þeir sem hjóla þarna fá reglulega hressilegt fótabað í þessum pollum enda illmögulegt að fara út af stígnum ef snjóruðningar eru á báðar hendur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information