Heilsustígur í Sjálandi

Heilsustígur í Sjálandi

Gera mætti heilsustíg meðfram ströndinni í Sjálandinu. Í fyrsta áfanga gæti hann t.d náð frá Sjálandsskóla að undirgöngunum við Akrahverfið. Hann þyrfti helst að vera upphitaður svo hægt væri að nýta hann allan veturinn. Síðan mætti setja merkingar á hann á 100 m fresti. Þetta myndi nýtast t.d fólki í Jónshúsi sem ganga mikið þennan göngustíg en einnig eldra fólki úr öllum Garðabæ sem losnar þá við að fara í Ikea til að fá sér göngutúr.

Points

Einnig væri þetta gott fyrir hlaupahópa og annað íþróttafólk sem vantar auð svæði til að hreyfa sig á á veturna. Nú þegar eru fyrir hendi líkamsræktartæki við stíginn og þeim mætti fjölga eða setja upp svæði þar sem væri t.d hægt að stunda jóga eða dans úti á sumrin. Einnig gæti þetta fallið vel að hugmyndum siglingaklúbbs og ef að hugmyndir um líkamsræktarstöð í Sjálandi verða að veruleika. Það má svo hugsa sér enn frekari tengingar, t.d við ylströndina, Ásgarð og fleira.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information