Sleppistæði fyrir Garðaskóla á bílastæði Flataskóla

Sleppistæði fyrir Garðaskóla á bílastæði Flataskóla

Á bílastæði Flataskóla skapast oft á tíðum mikil hætta þegar foreldrar í Garðaskóla keyra börn sín í skólann og stoppa (stundum töluverða stund) á miðri götu sem liggur að bílastæði Flataskóla. Stundum skapast röð bíla sem liggur út á hringtorg af þessum sökum. Stundum taka bílar fram úr þessari bílaröð og skapast þá hætta þar sem börn fara yfir bílastæðið á leið sinni í skólann. Á það sérstaklega við í myrkri. Þetta er einföld og auðveld lausn sem hægt er að framkvæma hratt og örugglega.

Points

Núverandi staða er stórhættuleg og í raun afar furðulegt að fólk skuli leyfa sér að stoppa á miðri gangbraut - sérstaklega hjá grunnskóla. Fólk er ekki bara að henda út Garðaskólanemanum sínum þarna um morguninn - heldur leggur fólk líka á gangbrautinni og bíður eftir nemanum eftir skóla líka - einmitt þegar Flataskólanemar eru að fara að labba heim. Það er nóg af lausum stæðum á bílastæði Flataskóla á þessum tíma sem fólk gæti alveg nýtt. Þetta er einföld og sniðug lausn á fáránlegu vandamáli.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Það verður að gera eitthvað áður en stórslys verður þarna.

Það er mjög brýnt að laga þetta sem allra fyrst. Börnin okkar eru í stórhættu

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information