Biðskylda á götum að Urriðaholtsstræti

Biðskylda á götum að Urriðaholtsstræti

Þessi hugmynd snýst eingöngu um biðskyldu á götum að Urriðaholtsstræti, ekki annars staðar. Áður en upphækkanir voru settar á Urriðaholtsstrætið var búið að setja biðskyldu á allar götur inná Urriðaholtsstrætið þegar keyrt var uppeftir. Einhver biðskyldumerki voru tekin niður við framkvæmdir en hafa verið sett upp aftur. Nema við Brekkugötu. Þegar keyrt er niður Urriðaholtsstræti er ekki biðskylda á Grímsgötu og Lautargötu. Hef margoft orðið vitni að "næstum" árekstrum á þessum gatnamótum öllum.

Points

Mjög ruglingslegt að hafa sumar þvergötur við strætið með hægri rétt og sumar með biðskyldu. Oft séð nauðhemlun á horni Brekkugötu og Urriðaholtsstrætis. Þetta fyrirkomulag bíður upp á slys

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information