Alvöru Úti Körfuboltavöll í Arnarnesvog

Alvöru Úti Körfuboltavöll í Arnarnesvog

Það bráðvantar alvöru úti-körfuboltavöll í bæinn. Fyrirmyndin væri Garðurinn hans Gústa á Akureyri (sjá mynd) sem var opnaður árið 2022 og varð strax mjög vinsæll. Sá völlur er með plast undirlagi sem skemmir ekki bolta, með sex körfur og að auki var byggð lítil stúka byggð til að gera upplifunina við völlinn sem skemmtilegasta. Það væri líka hægt að byggja 2 hálfa velli sem henta fyrir 3x3 leiki. Áfram körfubolti

Points

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Frábær leið til þess að bæta úr því að krakkar fari út á kvöldin að leika sér meira, efla körfubolta stemmningu í bænum og fyrir körfubolta iðkendur til þess að æfa sig aukalega

Væri hægt að brjóta upp sumaræfingat og hafa úti. Einnig að hafa sumarmót opin öllum til að auka áhuga krakka og íbúa (verður sýnilegri sem íþrótt)

Það vantar betri körfuboltavöll

Búa til ennþá betri körfuboltastemningu í bæinn

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information