Hlaupastígur með mjúku undirlagi frá Sjálandi til Arnarnes

Hlaupastígur með mjúku undirlagi frá Sjálandi til Arnarnes

Hlaupastígur með mjúku undirlagi um 1000m langur frá Sjálandi til Arnarnes. Svæðið er tiltölulega flatt og því gott til að æfa hraða hlaupakafla eða bara hlaupa og labba. Hlaupastígurinn væri gagnlegur fyrir þá sem æfa hlaup, hlaupahópa eða í raun alla sem stunda útihreyfingu.

Points

Styð eindregið. Ég setti inn hugmynd hér “heilsustígur í Sjálandi” um sama stíg. Sé fyrir mér útivistarparadís á þessu svæði.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Gott fyrir byrjendur og lengra komna til að æfa með minna álag á liði.

Svona stígur myndi henta bæði fyrir göngu og hlaup/skokk. Hann yrði að vera upphitaður svo hægt verði að nota allan ársins hring.

Frábær hugmynd, nýtist vel við hlaupa/göngu iðkun og útiveru hverskonar

Fràbær hugmynd!

Líst vel á 😊

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information