Kaffihús/listsýningar

Kaffihús/listsýningar

Húsnæði Sjálands veitingastaðar verði aðeins leigt út til samskonar rekstrar. Vantar gott kaffihús í hverfið sem er að mestu leyti eldra fólk frá 50/60 til 95+ ára. Jónshús er aðeins opið á virkum dögum og aðeins til kl. 16 daglega og því þörf á kaffihúsi með léttum veitingum en ekki lúxus veitingahús. Nýta mætti salinn stóra fyrir t.d. málverkasýningar, sýningar á handverki, smærri tónleika o.fl. í sama dúr. Einnig að gera aðstöðuna útifyrir meira aðlaðandi.

Points

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information