Inni leiksvæði í Ásgarði

Inni leiksvæði í Ásgarði

Nýtum svæðið í Ásgarði betur og bætum við inni leiksvæði fyrir börn yngri en 5 ára. Í hverri viku safnast saman fjölskyldur og fylgjast með æfingum í Ásgarði. Yngri systkini fylgja oft með og engin afþreying í boði fyrir þau minnstu. Tilvalið væri að hafa lítið inni leiksvæði fyrir framan glerið hjá fimleikasalnum. Hægt væri að fá leiksvæði sem jafnvel væri hreyfanlegt svo hægt væri að nýta svæðið í annað þegar svo ber undir. Þetta myndi njóta mikilla vinsælda og auðvelda barnafjölskyldum lífið.

Points

Kæri hugmyndasmiður. Þín hugmynd hefur verið valin áfram í kosningu Betri Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Frábær hugmynd sem myndi gagnast barnafjölskyldum vel. Væri hægt að horfa til lausna sem eru nú þegar í verslanamiðstöðum og á flugvöllum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information