Það þarf hraðahindranir með upphækun í Fitjalind þar sem þrengingar skila ekki lægri hraða ökumanna. Við götuna er körfuboltavöllur, leikskóli og sparkvöllur og því mikið líf við götuna. Mikið af bílum keyra alltof hratt frá Fífuhvammsvegi að Lindavegi og nota veginn til að stytt sér leið í gegnum hverfið.
Mikið um hraðaakstur í fitjalind, sérstaklega hjá þeim sem nota veginn til að komast frá Fífuhvammsvegi að Lindavegi, þ.e. eiga ekki leið í íbúðarhverfið sem liggur við Fitjalind. Við Fitjalind er leikskóli, körfuboltavöllur og sparkvöllur og því mikið barnalíf við veginn. Setjum almennilegar hraðahindranir (með upphækkun) áður en slys verður!
Væri gott að smella hraðahindrunum á Lindaveg líka þar sem maður labbar úr Álalind yfir götuna, mjög hröð umferðin.
Svo sammála þessu. Bílar keyra alltof hratt og það eru tvenn gatnamót við þessa götu þar sem það er mikil gangandi umferð, m.a. við leikskóla.
Er fyllilega sammála þessu en finnst að hraðahindrunin megi vera áður en þrengingin kemur þegar ekið er inn Fitjalind frá Fífuhvammsvegi. Semsagt ÁÐUR en komið er að Fífulind og sparkvellinum þar. Það þarf virkilega að hægja á bílaumferð úr þessari átt, áður en illa fer.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation