Á fallegum haust- og vetrarkvöldum (og síðdegis) er fátt betra en að fara í sund og krækja sér í lífsnauðsynlegt sólarvítamín! Hins vegar eru allir pottar í Salalaug í skugga á þessum tíma, EN það er nægt pláss til að skella niður góðum potti hinum megin við sundlaugina þar sem væri hægt að njóta sólar á kvöldin. Ef það er eitthvað sem okkur vantar á veturna þá er það birtan <3
Sól og birta á veturna færir manni gleði í hjarta og D-vítamín í kropp.
Frábær hugmynd, hef einmitt oft hugsað þetta líka. Fjöldinn sem sækir laugina er líka orðinn það mikill að það veitti ekki af fleiri pottum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation