Bæta við svæði í Hamraborgina sem er eins og Austurvöllur með grasflöt sem er hægt að sitja hjá og panta kaffi eða bjór. Myndi ekki vera verra ef að það væri söguleg stytta í miðjunni, bara Keikó eða eitthvað.
Það er enginn staður í Hamraborginni sem að væri fínt að sitja úti í góðu veðri í meira en 5 mínútur. Það verður ekkert varið í þetta svæði fyrr en það er einhver náttúra þarna
Góður punktur. Manni finnst eins og eini staðurinn sem hægt er að sitjast niður með kaffi utandyra er hjá te og kaffi, og það svæði mjög lítið.
Endilega rífa upp steypuna og fá gras, tré og skjól. Myndi bæta ásýnd Hamraborgar töluvert.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation