Tennisvöllur á túninu Kópavogsmegin við Svartaskóg

Tennisvöllur á túninu Kópavogsmegin við Svartaskóg

Legg til að settur verður tennisvöllur á túninu Kópavogsmegin við Svartaskóg. Það verður frítt inn. Völlurinn verður upplýstur þannig að hægt verður að spila á kvöldin líka. Tillaga: Ólafur Birkir Baldursson

Points

Mín hugmynd er að setja tennisvöll á túninu Kópavogsmegin við Svartaskóg. Það verður frítt inn. Tennis er mjög góð hreyfing sem samræmist stefnu Kópavogsbæjar númer 3 sem er heilsa og vellíðan. Völlurinn verður upplýstur þannig að hægt verður að spila á kvöldin líka. Mín tillaga er að það verði bara einn völlur þannig að hann mun ekki taka allt of mikið pláss. Mörg börn myndu fara úr símanum til þess að fara í tennis og þetta myndi þannig stuðla að minni skjánotkun.

Frábær hugmynd! Útivera og hreyfing í sinni bestu mynd.

Frábær hugmynd! Í Fossvoginum má finna margvíslega afþreyingu fyrir nánast alla aldurshópa. Hoppubelgur, aparóla og kastali, svo eitthvað sé nefnt, eru góð leiktæki fyrir yngstu kynslóðina. Í dalnum eru æfingatæki og góðir göngustígar fyrir þá eldri en það vantar fleiri svæði þar sem krakkar á eldri stigum grunnskólans fá tækifæri til að koma saman utandyra. Sá aldurshópur á t.a.m. einna helst til að einangra sig í tölvum og við sjónvarp. Tennisvöllur væri því stórt skref í rétta átt!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information