Hvað viltu sjá bætt í þjónustu Kópavogsbæjar með notkun gervigreindar og stafrænna lausna þegar kemur að börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra? Fjölbreyttur stuðningur og þjónusta stendur börnum og fjölskyldum til boða, og ýmis þjónusta stendur ungmennum til boða eftir að grunnskóla sleppir. Auk þess er veittur er stuðningur til að mæta þörfum vegna félagslegra aðstæðna, álags, veikinda eða fötlunar. Sjá: https://www.kopavogur.is/is/ibuar/0-til-6-ara; https://www.kopavogur.is/is/ibuar/grunnskolaaldur; https://www.kopavogur.is/is/ibuar/ungmenni; https://www.kopavogur.is/is/ibuar/born-og-fjolskyldur/studningur-vid-born-og-fjolskyldur-theirra.
Það vantar vefsíðu fyrir Barnaskóla Kársness. Það er nógu mikið klúður að skólinn sé ekki enn tilbúinn um miðjan september og að börnunum sé enn haldið frá vissum svæðum á lóðinni vegna framkvæmda, þeim til mikilla armæðu, og að kennarar séu langþrwyttir á hávaðanum þó þeir geri sitt besta að vera jákvæðir, en þá er ekkert sem afsakar það að vefsíðan sé ekki komin í loftið. Foreldrar jafa ekki einu sinni símanúmerið hjá frísrundaheimilinu eða í skólanum. Ég fann númer skólastjórans í nýlegri og virkri atvinnuauglýsingu á Alfreð en það virkar ekki einu sinni. Við höfuð bara þær litlu upplýsingar sem við fáum á Mentor og einstaka fréttabréf í tölvupósti. Dagatalið sem okkur var rétt á skólasetningunni var ekki sinni rétt. Það var prentað af vefsíði Kársnesskóla og gerði ekki einu sinni (augljóslega) ráð fyrir yngsta stigi. Plís, hjálp!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation