Flokkunartunnur fyrir plast við heimilin

Flokkunartunnur fyrir plast við heimilin

Plasti verði safnað eins og pappír og öðru rusli frá heimilum

Points

Plast er stór hluti af heimilssorpi, og það skiptir umhverfið miklu máli að endurnýta sem mest af því. Núverandi gámar á grenndarstöðvum eru sérlega óþægilegir vegna þess hversu lítið gat er á þeim.

Þó henda megi plasti í glærum pokum í svörtu heimilistunnurnar (fyrir almennt sorp) er bara ekki alltaf hlaupið að því að finna glæra/gegnsæja (og nógu stóra) plastpoka fyrir slíkt. Ég myndi vilja geta hent plasti beint úr safndalli/safnpoka heimilisins í plastgám/plasttunnu, og ég tek undir athugasemd Jörgens, um óþægilega lítið op á grenndargámum.

Þessi tillaga að verkefni sem er "í ferli" ætti að færa strax yfir í "samþykkt" þar sem frá og með 1. janúar 2023 verður það skylda skv. lögum að sérsafna plasti við heimili fólks í þéttbýli (sjá 12. gr. breytingarlaga nr. 103/2021) sem og öðrum úrgangsflokkum eins og lífúrgangi. Þar að auki er Hafnarfjörður með í Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og 1. feb sl. var gefin út skýrsla um Samræmt sorphirðukerfi á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir aðferðarfræði þessarar sorphirðu :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information