Draga úr slysahættu við Reykdalsstíflu

Draga úr slysahættu við Reykdalsstíflu

Reykdalsvirkjun er í læknum þar sem Lækjargata þverar hann. Ofar í læknum, fyrir neðan Lækjarkinn, er lítið miðlunarlón fyrir virkjunina. Þetta lón er djúpt og mikil hætta stafar af því fyrir börn og jafnvel fullorðna. Dýptin er ekki nauðsynleg til að geta ræst virkjunina, sem mér skilst að sé gert öðru hverju sem sýning eða fyrir kennslu. Það ætti því að vera lítið mál að fylla upp í lónið að mestu með grjóti og möl og minnka þannig dýpt lónsins.

Points

Ekki er langt síðan alvarlegt slys varð fyrir neðan stífluna. Þá var brugðist við og slysahættan minnkuð í kjölfar slyssins. Ég vona að við getum brugðist við þeirri hættu sem eftir stendur til að fyrirbyggja að fleiri slys verði við stífluna.

Það þarf í það minnsta að girða þetta mun betur og koma í veg fyrir fleiri slys.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information