Strandblakvöllur við Suðurbæjarlaug

Strandblakvöllur við Suðurbæjarlaug

Strandblakfélag Hafnarfjarðar og Garðabæjar óskar eftir strandblakvelli við Suðurbæjarlaug

Points

Skemmtileg viðbót við íþróttalífið í Hafnarfirði.

Vantar sárlega völl,

Alltaf jákvætt að efla útivist og hreyfingu í heilsubænum Hafnarfirði, standa undir nafni!

Það er svo mikil snilld að geta skellt sér í strandblak og svo í sund með alla fjölskylduna. Þetta ýtir undir aðsókn á sundlauginni og er heilsueflandi. Það er sorglegt að þurfa að fara yfir í annað bæjarfélag til að stunda sína íþrótt. Þessi viðbót yrði fljót að borga sig tilbaka

ég myndi pottþétt mæta oftar í Suðurbæjarlaug ef það væri strandblaksvöllur þar.

Þetta er kjörinn staður fyrir völl þar sem hægt er að stunda skemmtilegt sport.

Frábær leið til að auka flóruna í íþróttaiðkun fyrir Hafnfirðinga. Af hverju ættu þeir ekki að eiga sína eigin velli. Þetta er íþrótt sem er enn að vaxa. Áfram Hafnarfjörður!!

Íþrótta- og heilsubærinn Hafnarfjörður ætti að setja upp strandblakvölll með stolti. Strandblak er svo frábær íþrótt og útivist sem sameinar fjölskyldur, vini og alls konar hópa. Strandblakvellir á höfuðborgarsvæðinu njóta mikilla vinsælda og eru uppbókaðir flestum stundum. Það er því næsta víst að strandblakvöllur í Hafnarfirði verður vel nýttur og stuðlar að betri líðan, meiri gleði og skemmtilegri útivistar fyrir Hafnfirðinga og fleiri.

Frábært fjölskyldusport sem eflir lýðheilsu. Laðar að fullt af strandblakara í bæinn

Frabær hugmynd og hefur reynst mjög vel i nagrannasveitarfelögunum!

Nýafstaðið mót sýnir hvað er mikið grósku í strandblaki. Þetta er lika vinsælt hjá börnum. Í Sviss eru svona velli við sundlaug fullnotað allan daginn. Vantar fleiri velli á höfuðborgasvæði!

Strandblak hentar fyrir alla aldurshópa. Geggjað sport sem heilsubærinn Hafnarfjörður ætti klárlega að ýta undir. Nú þegar eru fullt af strandblökurum í Hafnarfirði sem sækja í önnur bæjarfélög til að spila svo ég tali nú ekki um fjölskyldurnar,vinina,vinnustaðina og fleiri sem sækja í þetta skemmtilega sport. Koma svo Hafnarfjörður 👏👏👏

Einfalt. Strandblak er á mikilli uppsiglingu og höfðar til allra aldurshópa. Holl og góð hreyfing og tilvalin fyrir fjölskyldur.

Það vantar sárlega strandblakvöll í Hafnarfirði. Strandblakfélag Hafnarfjarðar og Garðabæjar æfir á völlum í hinum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Suðurbæjarlaug er fullkominn staður til þess að bæta velli við og slík aðstaða myndi lyfta lauginni upp á annað plan. Það eru í dag yfir 40 vellir á landinu, Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Mosfellsbær bjóða öll upp á strandblakvelli. Önnur sveitarfélög með velli eru t.d Akureyri, Ísafjörður, Þingeyri, Þorlákshöfn og Hveragerði.

Mikil gróska í strandblaki víða um land og okkur vantar sárlega völl í Hafnarfjörð, Suðurbæjarlaugin yrði frábær staður og myndi vera frábær viðbót. Holl og frábær hreyfing fyrir fólk á öllum aldri.

Íþrótta- og heilsubærinn Hafnarfjörđur hlýtur ađ vilja vera međ í þessu geggjađa strandblaksæđi en fleiri tugir ef ekki hundruđ Hafnfirđinga á öllum aldri fara daglega, yfir sumartímann, yfir í næstu sveitarfélög til ađ spila strandblak. Heilu fjölskyldurnar, vina- og vinnuhópar og liđsfélagar safnast saman og spila þessa vinsælu og stórskemmtilegu íþrótt. Koma svo áfram Hafnarfjörđur, áfram viđ 😊

Aðsóknin á velli höfuðborgarsvæðisins er með því móti að sárlega vantar fleiri velli. Hreyfingin er frábær og hentar fólki á öllum aldri.

Strandblaksvöllur í Suðurbæjarlaug myndi vera frábær viðbót við góða laug. Skemmtileg íþrótt fyrir unga sem aldna. Heilsubærinn Hafnarfjörður ætti ekki að láta svona tækifæri framhjá sér fara.

Það vantar algjörlega strandblaksvöll í Hafnarfjörð. Þetta er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Þetta væri frábær viðbót við Suðurbæjarlaug, sem myndi sóma sér vel í bæjarfélagi íþrótta og heilsu fyrir alla.

Það eru flest bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu komin með völl/velli en okkur í Hafnarfirði sárvantar völl svo að við þurfum ekki að leita til annarra bæjarfélaga. Þessir vellir eru mjög vinsælir og oftast fullbókaðir alla daga. Þetta er ekki eingöngu sport fyrir fólk sem æfir heldur fyrir alla. Fjölskyldur, vinahópa, fólk sem er í sundi og langar að hreyfa sig aðeins í sandinum :)

Garðurinn í suðurbæjarlaug nýtist ekki vel og væri strandblaksvöllur frábær lausn fyrir þetta svæði. Völlurinn sjálfur myndi laða að enn fleiri gesti sundlaugarinnar og lyfta henni upp á annað plan. Strandblak er frábært fjölskyldusport sem Íþróttabærinn Hafnarfjörður á að styðja við, strandblak er ein vinsælasta íþróttin í dag sem ætti að fá sitt pláss í bænum okkar. Fegrum laugina okkar og gerum hana enn skemmtilegri með þessari frábæru viðbót.

Strandblak er íþrótt sem allur almenningur getur leikið sér í. Sportið er ódýrt og einfalt og hentar öllum. Strandblakvellirnir við Laugardalslaug og Árbæjarlaug hafa löngu sannað gildi sitt og hafa aukið líf í sundlaugagörðunum. Að sjálfsögðu ætti að vera strandblakvöllur í Hafnarfirði eins og öllum öðrum bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Að setja upp slíkan völl við Suðurbæjarlaugina væri bæði sundlaug og bænum til sóma, og góð viðbót sem þjónusta við bæjarbúa.

Vinsælt sport í minni fjölskyldu og enginn völlur í nágrenninu. Klárlega myndi þessi viðbót vera til góða. Frábær hugmynd að flétta þetta saman við Suðurbæjarlaug 👍

Eina bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem býður ekki uppá þetta. Mikil aðsókn í vellina sem eru til staðar í nágrannasveitarfélögum

Tilvalið að nýta grasbletinn í eitthvað annað en ekkert.

Strandblaksvöllur í Suðurbæjarlaug væri frábær viðbót við íþróttastarf í Heilsu- og íþróttabænum Hafnarfirði.

Frábær viðbót við Suðurbæjarlaugina :-)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information