Það vantar gangbraut til að tengja Ölduslóð 1-12 við restina af Ölduslóð.
Þegar komið er við enda styttri hluta Ölduslóðar er hvorki göngustígur að næstu gangbraut né gangbraut til að fara yfir götuna. Börn sem búa í þeim hluta Ölduslóðar þurfa því að fara yfir Selvogsgötu, þar sem umferð er oft hröð, ekki á gangbraut og jafnvel fyrir blindhorn til að komast í skóla.
Nauðsynlegt! Mætti alveg vera hraðahindrun með því. Veit ekki hversu oft ég hef orðið vitni af slysum eða “næstum-slysum” á þessum stað. Það er ekki hægt að eiga dýr í hverfinu án þess að af þessari götu stafi hætta á að missa þau skyndilega.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation