Þorlákstún - útivistasvæði og matjurtagarðar

Þorlákstún - útivistasvæði og matjurtagarðar

Ég hvet Hafnarfjarðarbæ til að rækta upp Þorlákstún í samvinnu við skólana á Hvaleyraholtinu, svo hægt sé að nota það sem útivistasvæði, grenndarskóg, skólagarða og almenna matjurtagarða fyrir íbúa hverfisins.

Points

Í grein Ævars Aðalsteinssonar og Jakobs Frímann Þorsteinssonar, Útivist í þéttbýli: saga, gildi og tækifæri, sem birtist í Netlu árið 2015, kemur ýmislegt fram um kosti útisvæða í námi. Til að mynda efla útivistasvæði í nágrenni við skóla þverfaglegt útinám, sem styrkir tengsl manns og náttúru og þar með leggur mikilvægan grunn að menntun til sjálfbærnis. Sjálfbærni er bæði eitthvað sem bærinn sjálfur er sífellt að leita fleiri leiða til að innleiða og einnig einn af 6 grunnþáttum menntunar

Hugmyndin að Þórlákstúni sem útivistasvæði og matjurtagarði tengist ýmisum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Útivistasvæði og matjurtagarðar fyrir skóla og íbúa hverfisins snerta á markmiðum 1, 2, 3, 4, 12, 13 og 15, þó mismikið. Helstu tvö markmiðin eru markmið 11, sjálfbærar borgir og samfélög, og markmið 4, menntun fyrir alla. Með því að tengja matjurtagarðana og útisvæðið við skólana næst að mennta breiðan hóp nemenda með útinámi um ræktun og náttúruna.

Matjurtagarðar eru ekki síður liður í sjálfbæra þróun. Skólagarðar hafa lengi verið í boði á Þorlákstúni. Ég legg til að bærinn leggi meiri metnað í skólagarðana. Bæði með því að bæta aðstöðu sem þegar er og stækka umfang ræktunaraðstöðu þannig að fleiri íbúar geta notfært sér aðstöðuna til að rækta grænmeti og matjurtir. Bambahús og Fræ til framtíðar eru tvennskonar verkefni sem gætu komið að uppbyggingu svæðisins. Bæði hafa það að markmiði að efla nemendur í skólum til að rækta sér til matar.

Tilvalið er að virkja bæði leikskólana og grunnskólann til að rækta upp svæðið í samvinnu við forsjármann verkefnisins samkvæmt vinningstillögunni. Með því að gefst skólunum tækifæri til að eiga fjölbreytt útinám strax í byrjun, við mótun útisvæðisins

Hafnarfjarðarbær hefur áður deiliskipulagt Þórlákstún 2008, en ekkert varð úr þeirri gróðurstöð sem átti þar að vera. Ég legg til að í þetta skipti verði ábyrgð uppbyggingar og ræktunar Þorlákstúns deilt með skólum í nágrenninu. Bærinn ætti því að efna til hugmyndasamkeppni, þar sem lögð er áhersla á að vinna með skólum í nágrenni Þorlákstúns, fyrst í skipulagstilögu og síðan í framkvæmd.

Nú nýlega hafa verið miklar framkvæmdir við túnið þar sem ný göngubrú fer yfir Reykjanesbrautina. Ég hvet bæinn til að nýta það jarðrask sem orðið hefur á svæðinu til að koma á fót skipulagðri ræktun með áherslu á að mynda náttúrulegt og fjölbreytt útisvæði fyrir bæði íbúa og skóla í hverfinu. Útivistasvæði sem er bæði búið matjurtagarði og góðum aðstæðum til fjölbreytts útináms, sem almenningur og skólar njóta góðs af.

Margir kostir fylgja góðu útivistasvæði, en ég vil sérstaklega benda á ávinning til sjálfbærnis fyrir bæði skóla og bæjarfélagið. Bærinn gæti efnt til hugmyndasamkeppni, þar sem lögð er áhersla á að vinna með skólum í nágrenni Þorlákstúns, fyrst í skipulagstilögu og síðan í framkvæmd. Undirrituð er í MA námi í listkennslu, gamall nemandi í Hvaleyraskóla og býr á holtinu.

Mikilvægt er að huga að góðu öryggi útisvæðisins þar sem stofnbraut er nálægt. Nú þegar er komin girðing meðfram Reykjnesbraut og örugg gangbrautin yfir suðurbraut, enda er þegar mikil umferð skólabarna í gegnum Þorlákstún. Hvaleyraskóli notar aðstöðu til íþrótta og sundæfinga hinum megin við Reykjanesbrautina.

Þorlákstún er aðgengilegt öllum á Hvaleyraholtinu, en sérstaklega mikilvægt skólum sem eru þar í nágrenninu. Margir kostir fylgja góðu útivistasvæði, en ég vil sérstaklega benda á ávinning til sjálfbærnis fyrir bæði skóla og bæjarfélagið.

Góð hugmynd en ég vildi bæta við 9 holu Frisbígolfvelli sem væri geggjuð viðbót.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information