Andlitslyfting

Andlitslyfting

Brýn þörf er á að veita Mánastíg við Lækinn löngu tímabæra andlitslyftingu. Umferð um götuna er mjög hröð, en gatan er þröng. Engin hraðahindrun er í götunni og enginn göngustígur. Ef horft er á götuna lítur út fyrir að það sé gert ráð fyrir að hún sé einstefnugata, þar sem koma mætti fyrir bílastæðum (skáhallt) meðfram vesturhlið götunnar, og hafa síðan göngustíg austan megin. Athugið að þetta takmarkar ekki að neinu leyti umferð, þar sem Arnarhraun er 100 m austar og er tvístefnugata.

Points

Sem íbúi við götuna finnst mér óhugnanlegt að sjá alla þessa umferð þarna og hraðann á henni. Gatan er til einskis nýt eins og hún er í dag, það er ræsi/renna sem liggur niður hana alla, hún er alls ekki svo breið að hún bjóði uppá tvístefnu, og þar að auki eru engin bílastæði merkt í götunni og því er lagt beggja megin. Vestur úr Mánastíg gengur Sunnuvegur sem er einstefnugata. Þetta heftir ekki tengingu mili Álfaskeiðs og Tjarnarbrautar, þar sem Arnarhraun liggur 100 m. austar og er tvíbreið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information