viðhald á leikvelli í Hraunhvammi

viðhald á leikvelli í Hraunhvammi

Mig langar að benda á leikvöll hérna í Hraunhvamminum, þetta er lítill leikvöllur en vel nýttur af krökkunum hérna í hverfinu. Það er mjög sorglegt að sjá að hann er að grotna niður leiktækin eru komin vel til ára sinna og þarfnast lagfæringar. Það mætti líka bæta við rennibraut og sandkassa á svæðið. kveðja Anna Íbúi í Hraunhvammi 4

Points

Rólurnar hérna á leikvellinum eru farnar að losna, mikið af dýraúrgangi sem þarf að hreinsa. Járnin á römbuni eru byrjuð að ryðga og farið að flýsast upp úr viðnum á henni. Leikvöllurinn þarfnast uppfæslu og það myndi auka en á notkun hans að fá rennibraut og sandkassa með loki á svæðið. Ég sé fyrir mér að hann yrði en betur nýttur ef hann fengi andlistlyftingu og aukið við leiktækin.

Viðhald á leikvelli í Hraunhvammi Núna er komið 2 ár síðan það var bent á hversu hrikalega lélegt viðhald er á leikvellinum og ekkert hefur verið gert !! Hvað er í gangi. Þessi leikvöllur er mikið notaður af börnum í hverfinu og þið eruð ekkert að gera til að gera leikvöllinn betri. Leikvöllurinn orðinn mjög slappur og það er skömm að því fyrir Hafnarfjarðarbæ að ekkert sé gert. Er ekki kominn tími hjá ykkur að hysja upp um ykkur og gera eitthvað í málinu !!!!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information