Skautasvell á Thorsplan

Skautasvell á Thorsplan

Að sett verði upp færanlegt skautasvell á Thorsplani til afnota fyrir bæjarbúa og gesti Hafnarfjarðar.

Points

Þegar ég var yngri var hægt að skauta á Læknum og var gert mikið af því. Það væri nær að taka fráveitur í gegn sem fara í lækinn þar sem að hitastigið í honum hefur hækkað talsvert vegna þeirra. Algert bull að eyða 20 milljónum í skautasvell

Frábær hugmynd, væri gaman að spila tónlist við svellið og selja á vissum tímum heitt súkkulaði. Einnig gaman að hafa svæði þar sem fólk gæti komið og sest með nesti og horft á fólk skauta. En hvað með jólaþorpið? Væri þetta þá bara í miðju jólaþorpinu?

Skemmtileg hugmynd! "Færanlegt" skautasvell þýðir væntanlega ísingarbúnað og tilheyrandi, sem fróðlegt væri að fá nánari upplýsingar um (kostnað, umfang). Eru til rekstraraðilar sem væru til í að setja slíkt upp í bænum (Thorsplani eða annars staðar)? Ef Thorsplanið yrði fyrir valinu þyrfti hugsanlega að gera einhverjar tilfæringar þar og m.a. taka tillit til Jólaþorpsins, sem hefur unnið sér sess í bænum. Kannski maður eigi eftir að draga fram gömlu skautana og taka svo nokkrar áttur...

Í Kaupmannahöfn er þetta gert á Kongens Nytorv á veturna. Kostar ekkert að skauta, en skautaleiga er á staðnum fyrir þá sem vilja. Það er reyndar eitthvað stærra en Thorsplanið.

Þetta hefur verið samþykkt í Umhverfis- og framkvæmdarráði og er gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun 2014. Það tekur um 12 vikur að fá svellið afhent frá pöntun, vonandi náum við að skauta eitthvað í vetur :)

Og mætti svo ekki setja upp hringekju á sumrin? Og/eða bjóða uppá línu- og hjólaskautadiskó?

Sammála, þetta gæti orðið ótrúlega mikilvæg viðbót í bæjarlífið og ekki bara fyrir þá sem vilja skauta, ekkert síður þá sem vilja bara njóta mannlífsins sem svona verkefni getur fylgt. Íþróttafélögin eða önnur frjáls félagasamtök gætu fengið aðstöðu til að selja veitingar s.s. heitt kakó og leigja út skauta. Varðandi Jólaþorpið þá gæti þetta einfaldlega tekið við af því þegar því lýkur rétt fyrir jól og staðið yfir til dæmis fram í febrúar/mars. Búnaðurinn sem er notaður til að búa til svellið (frystibúnaður) er þá einfaldlega tekinn niður og settur upp aftur t.d. næsta haust. Það má líka alveg hugsa sér að tengja þetta Jólaþorpinu með einhverjum hætti og það myndi klárlega efla starfsemi þess og verslun í miðbænum í jólamánuðinum ef það væri hægt að finna parktíska lausn á því hvernig þetta tvennt gæti farið saman.

Thorsplan er ekki nógu stórt fyrir svona svell og það er ekki hægt að sameina þetta Jólaþorpinu sem hefur fyrir löngu sprengt planið og erfitt orðið að fara þangað og skoða því þrengslin eru það mikil og er tilefni til annarrar umræðu. Styð ekki þessa hugmynd, væri ekki nær að nota Lækinn eða Hvaleyrarvatn í þessum tilgangi? Væri nær að nota þau náttúrulegu svæði sem eru nú þegar til.

Ég tel að skautasvell geti orðið dýrmæt viðbót við miðbæinn okkar, aukið líf og skapað bæjabúum tækifæri til heilbrigðrar samveru og útivistar.

Ég get ekki séð hvernig hægt er að réttlæta fjárfestingu upp á 20 milljónir undir skautasvell í miðbænum bara til þess eins að leyfa nokkrum hræðum að renna sér á skautum þegar þörf er á úrbótum annarsstaðar. Nægur hefur tíminn verið hjá bæjarráði til að gera eitthvað upplífgandi fyrir bæjarbúana en mér finnst alltaf ósmekklegt að "gefa" peninga þegar sveitarstjórnarkosningar nálgast.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information