Göng undir Hjallabraut

Göng undir Hjallabraut

Þegar börn í Engidalsskóla ná 10 ára aldri hættir skólaganga þeirra í starfsstöðinni í Engidal og fara þau þá yfir í Víðistaðaskóla. Stór hópur barna í hverfinu þarf því að fara yfir Hjallabrautina a.m.k. tvisvar sinnum á dag til að sækja skóla. Hjallabrautin er einnig stofnæð og þrátt fyrir hraðahindranir á veginum sem ætlað er að koma í veg fyrir of mikinn hraða bíla getur það að mínu mati ekki verið forsvaranlegt að ekki sé í boði örugg leið fyrir þennan stóra hóp barna að sækja skóla.

Points

Óþarfi er að vera alltaf að sóa peningum í að byggja brýr eða göng út um allt. Þess í stað er hægt að hafa einfalda gangbraut þar sem gangandi vegfarendur hafa ávallt forgang.

Með því að byggja undirgöng undir Hjallabrautina væru foreldrar skólabarna í Norðurbæ sem eiga börn sem þurfa að fara á hverjum degi yfir Hjallabrautina til að sækja skóla, mun áhyggjulausari. Núverandi ástand er ekki boðlegt og eina leiðin til að laga það til framtíðar er að byggja undirgöng undir þessa götu.

Það er ekki endalaust hægt að byggja göng eða brýr til þess að fara yfir götur. Kennum þess í stað börnum umferðarreglur. Hvað hafa verið mörg slys á börnum sem hafa farið yfir Hjallabrautina þegar þau hafa verið á leið í Víðistaðaskóla?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information