Breyta róluvelli við Grænukinn í fjölskylduvænan garð

Breyta róluvelli við Grænukinn í fjölskylduvænan garð

Við Grænukinn er staðsettur róluvöllur sem þjónar krökkunum í Kinnunum. Ástand vallarins er mjög slæmt; skakkar tröppur, gamlar hættulegar stálfestingar, glerbrot, biluð leikföng, brotin girðing og svo verður að nefna sandkassann sem er fullur af kattaskít. Hugmyndin er að hópur fólks úr hverfinu sameinaðist um hugmyndir til að breyta svæðinu í fjölskylduvænan stað. Ég sé fyrir mér leiktæki, grasblett, tré, bekki og borð og jafnvel grillaðstöðu þar sem krakkar og foreldrar geta hist.

Points

Þetta er flott hugmynd Bjössi, er ekki hægt að setja upp aðgerðarhóp?

Kinnarnar eru gamalt og rótgróið hverfi og byggð er þétt. Það eru því ekki mörg svæði sem börnin í hverfinu geta leikið sér á og oftar en ekki endar leikurinn á götunum með tilheyrandi hættum. Róluvöllurinn í Grænukinn er miðsvæðis í Kinnunum, plássið þar er ágætt og möguleikarnir á að gera aðlaðandi garð eru góðir. Ég er sannfærður um að þarna sé hægt að fara í framkvæmd sem þjónar mörgum fyrir tiltölulega lítið fé. Ég er sannfærður um að foreldrar í hverfinu geta líka lagt hönd á plóg.

Sú staðreynd að enn á eftir að gera upp Grænukinn dregur ekki úr þörfinni á að búa til leiksvæði fyrir börnin okkar. Ég myndi halda að nýtt leiksvæði kallaði líka á aðgengi að leiksvæðinu og þar á ég við gangstétt í Grænukinn. Þannig hangir þetta saman og annað verkefnið útilokar ekki hitt heldur styðja þau hvort við annað.

Það þyrfti þá fyrst að byrja á því að taka götuna í gegn,eins og er búið að gera við göturnar fyrir ofan og neðan,skolpið í götunni er allt í klessu,engar gangstéttir,og bílum lagt á ská þó svo bílastæðamerkingum hafi verið breytt árið 2012,gatan er stórhættuleg eins og hún er núna,og alls ekki barn/fjölskylduvæn Þessu var lofað árið 2005 !!!

Frábær hugmynd, var ekki Reykjavíkurborg með svona verkefni þar sem svona svæði voru tekin í fóstur af íbúum með stuðning borgarinnar?

Býrðu í hverfinu? Spurning um að íbúar taki sig saman og senda bænum erindi með þessari ósk? Efast ekki um að vel yrði í það tekið ;)

Jú, það var gert í Vesturbænum með ágætis árangri. Ég sé það alveg fyrir mér virka hérna og þetta gæti þá orðið samvinnuverkefni bæjarins og fólksins í hverfinu. Fjármagnið þyrfti þó alltaf að koma frá bænum þótt vinnuframlag geti að einhverju leiti komið frá íbúum. Ég myndi endilega vilja fá álit annara á þessari hugmynd.

Það þyrfti þá fyrst að byrja á því að taka götuna í gegn,eins og er búið að gera við göturnar fyrir ofan og neðan,skolpið í götunni er allt í klessu,engar gangstéttir,og bílum lagt á ská þó svo bílastæðamerkingum hafi verið breytt árið 2012,gatan er stórhættuleg eins og hún er núna,og alls ekki barn/fjölskylduvæn Þessu var lofað árið 2005 !!!

Hvernig gengur með þessa hugmynd? Spurning um að íbúar í hverfinu stofni hóp og Facebook?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information