Bæjarbíó - fjölnotahús fyrir Hafnfirðinga

Bæjarbíó - fjölnotahús fyrir Hafnfirðinga

Bæjarbíó hefur verið í niðurníðslu undanfarin ár og ömurlegt að horfa upp á þetta glæsilega bíóhús verða fjárskorti að bráð. Húsið þarf gagngera yfirhalningu, bæði baksviðs sem og í almenningsrýminu. Það er óþolandi að þessi bæjarprýði skuli ekki nýtt sem skyldi til fræðslu, funda og menningarstarfs meira en raun ber vitni.

Points

Með því að gera Bæjarbíó að menningarhúsi fyrir bæjarbúa og opna það fyrir alls konar menningu með mjög litlum tilkostnaði fyrir þá sem húsið nota er hægt að skapa þá miðbæjarstemmingu sem við viljum hafa í miðbænum. Það er ekki nóg að hafa jólaþorpið og 17. júní, við viljum stöðugra mannlíf í miðbænum. Andlitslyfting Bæjarbíós yrði fyrsta skrefið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information