Barnabíó í Bæjarbíó

Barnabíó í Bæjarbíó

Frábær væri að geta farið í þrjú- bíó með börnin í kvikmyndahúsið okkar, Bæjarbíó. Myndirnar þurfa ekki að vera nýjar, mörgum börnum finnst gaman að horfa á sömu myndirnar aftur og eins væri ekkert víst að þau hefðu séð myndina ef hún er gömul! Ekki væri verra að geta keypt popp og safa. Það væri æðislegt að fara með börnunum í sama fallega bíósalinn og maður fór sjálfur ,,í gamla daga." Þetta myndi líka færa meira líf í miðbæinn. Ég er viss um að foreldrar, afar og ömmur myndu nýta sér þetta

Points

Við áttum hér tvö bíó einu sinni og afar leiðinlegt að þau lögðust af, maður var vanur að stunda þau bæði dyggilega. Ég er viss um að margir myndu vilja geta farið á þrjú bíó um helgar með börnum og barnabörnum. Við eigum þetta fallega kvikmyndahús, af hverju ekki að nýta það betur? Við gætum um leið fært meira líf í miðbæinn okkar um helgar. Það er sömuleiðis rándýrt að fara í bíó með fjölskylduna, aksturinn, sýningin og sælgætið; þetta hleypur á þúsundum! Þetta gætu verið ódýrari sýningar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information