Reykjanesbraut í jarðgöng undir Hafnarfjörð

Reykjanesbraut í jarðgöng undir Hafnarfjörð

Jarðgöng fyrir Reykjanesbrautina sem myndu byrja e-h staðar hjá Álverinu og kæmu upp hjá Ikea í Kauptúni og tengjast þar Reykjanesbrautinni.

Points

Með þessu losnar Hafnarfjörður við gífurlega umferð úr bænum. Þetta er umferð sem streymir í gegnum bæinn og tengist að litlu leyti Hafnarfirði. Þessi umferð mun aukast í framtíðinni þegar byggð eykst á Reykjanesi.

Þessi umferð eru ferðamenn sem eru komnir hingað til að eyða peningum og skemmta sér. Við ættum mikið frekar að reyna að laða þá til okkar og fá þá til að stoppa hjá okkur og rífa upp veskið frekar en að reyna að leiða þá framhjá Hafnarfirði og stoppa þá frekar í Garðabæ/Reykjanesbæ. Þessum peningum yrði mun betur varið í uppbyggingu á ferðamannastöðum og afþreyjingu.

Þetta finnst mér afbragðsgóð hugmynd. Það er gífurleg umferð sem fer þarna um með tilheyrandi mengun og hávaða sem gerir það að verkumað að allt umhverfið er svo ómanneskjulegt. Reyndar finnst mér vera allt of mikil umferð í bænum og í raun liggi nokkrar "hraðbrautir" í gegnum bæinn, s.s. á Reykjavíkurvegi, Fjarðargötu, Hjallahrauni og Vesturgötu, þó svo að á sumum götum eigi að heita 30 km hámarkshraði. Hafnarfjarðarbær ætti að vera fyrirmynd annarra bæja og setja þessar miklu umferðaæðar sem liggja um íbuðahverfin í stokk og skapa þannig manneskjulegra umhverfi. Það væri gott og verðugt langtímaplan.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information