Færum Kaldárselsveg inn í 21. öldina!

Færum Kaldárselsveg inn í 21. öldina!

Endurbyggja Kaldárselsveginn og vegtenginguna inn í Ásland 3. Jafna út blindhæðina á veginum og gera kanta við veginn til að afmarka hann. Skipta út timburljósastaurunum og leggja rafmagnslínurnar í jörðu.

Points

Bara í vetur hef ég orðið vitni af tveimur bílslysum þar sem í annað skiptið fór bíll út af veginum niður hlíðina þegar það var snjór og hálka, enda erfitt að við slíkar aðstæður að sjá hvar vegurinn endar og hlíðin byrjar. Í hinu slysinu mættust tveir bílar rétt við blindhæðina, öðrum bílstjóranum brá við að sjá hinn bílinn nálægt sínum veghelmingi svo hann snarhemlaði og rann útaf veginum og hafnaði á þykkum tréstaur sem er ekki hannaður til þess að gefa eftir líkt og nútíma ljósastaurar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information