Nýtum snjóinn

Nýtum snjóinn

Það fer vonandi að fara að snjóa. Þegar það gerist þá mæli ég með því að við nýtum snjóinn. Í stað þess að ryðja honum bara til þá má moka honum upp og losa hann á stöðum þar sem born og unglingar geta nýtt hann. Með því að moka honum upp þá losum við hann frá þeim stöðum þar sem hann er fyrir og lengum svo tímann þar sem hægt er að nýta hann. Það eru til auð svæði, t.d. Víðistaðatún, stór bílastæði á Völlum og fleiri staðir. Þegar búið er að moka snjónum, þá bráðnar hann hægar.

Points

Þetta er mjög góð hugmynd ef maður er verktaki sem á aragrúa af vörubílum sem þurfa verkefni yfir veturinn. En þetta er dýrt í framkvæmd fyrir bæinn og peningunum er örugglega betur varið annarsstaðar.

Snjórinn er fyrir á sumum stöðum en það vantar snjó á öðrum stöðum. Færum hann til, tökum hann þar sem hann er fyrir og færum á staði þar sem börn og unglingar geta nýtt sér hann. Sleðar, bretti, snjóhús.

Snjór sem er fjarlægður af götum er ávalt mengaður. Í honum má finna uppskaf af götum bæjarins, einnig er oftast mikið salt í honum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information