Byggja upp Hvaleyravatn fyrir betri útivist

Byggja upp Hvaleyravatn fyrir betri útivist

Hreinsa stóra steina, grjót og annað rusl úr sandfjörunni, koma upp grindum sem hægt er að læsa reiðhjólum við og bæta aðstöðu fyrir grill og skemmtanir. Mögulega fjölga bílastæðum, þar sem lagt er oft meðfram þegar þröngum vegi þegar mest er og getur það skapað slysahættu. Á veturna mætti hafa eftirlit með þykktinni á ísnum og hafa þar skautasvell. Ef ísinn er hrjúfur er einfaldlega sprautað vatni á hann í stuttan tíma og endurtekið aftur 2-3 með klst millibili ef nægt frost er.

Points

Fá steinsteyptan heitan pott í fjöruna og búningsaðstöðu.

Hvaleyravatn er einn fjölsóttasti staður Hafnarfjarðar á góðviðris dögum sumarsins og eftir mikla fjölgun íbúa í nágrenni þess hefur gestum bara fjölgað. Yfirborðið hefur lækkað undanfarin ár og sandfok berað grjótið í fjörunni. Aðstaða fyrir litla hópa hefur lengi verið til staðar en sú aðstaða ber engan veginn þann fjölda sem sækir staðinn þegar mest er. Það ætti ekki að þurfa mikinn tilkostnað til að hreinsa fjöruna og bæta aðstöðuna til að halda Hvaleyravatni við.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information