Fjárhagur Hafnarfjarðar opinn.

Fjárhagur Hafnarfjarðar opinn.

Þar sem fjárhagur Hafnarfjarðar er ekki upp á sitt besta, væri ekki gott ef bærinn opnaði bókhald sitt. Þannig ef keypt er inn þjónusta eða vara væri hægt að sjá það á t.d mínar síður. T.d ef keypt er sálfræðiþjónusta inn á félagsþjónustu birtist afrit af reikningi, eða snjóruðningur í Setbergi. Með því að opna bókhald mundi traust myndast milli bæjarráðamanna og almennings sem heldur þessu gangandi með sköttum. Sveitastjórnarmenn verða að huga að þeir eru ekki að reka einkafyrirtæki.

Points

Sveitastjórnarmenn hafa skuldsett bæjarfélagið illa. Ekkert eftirlit er mögulegt bæjarbúum, vil opna á reikninga til okkar, því það sem fer úr bæjarstjóði er skattpeningur. Með að opna mundi eftirlit aukast með hvað peningur fer í. Við erum öll sátt með að skattpeningur fari í að auka hag bæjarfélagsins. Ennfremur með að birta afrit af reikningum er verið að auka skilvirkni og minnka áhættu af misnotkun.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information