Grenndargáma í Ásland

Grenndargáma í Ásland

Ásland er eina hverfið í Hafnarfirði þar sem ekki er að finna neina grenndargáma fyrir flokkað sorp og töluverður spölur er í næstu gáma á Tjarnarvöllum og Staðarbergi. Gámar við Vörðutorg væru þægilega staðsettir fyrir flesta íbúa og myndu hvetja til meiri flokkunar og endurvinnslu íbúa í hverfinu.

Points

Best væri auðvitað ef íbúar hefðu tunnur fyrir fleiri flokka sorps við heimili sín en það væri jákvætt skref að gera gáma fyrir plast, gler, málma o.s.frv. aðgengilegri íbúum. Ef skemmra er að fara að slíkum gámum og þeir eru í leiðinni fyrir íbúa Áslands er líklegra að íbúar leggi á sig að flokka plast sérstaklega og dregur úr akstri að fjarlægari gámum. Þetta ætti ekki að kosta mikið eða verin flókin framkvæmd.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information