Hjallabraut - Flókagata - gönguljós

Hjallabraut - Flókagata - gönguljós

Það þarf að setja gönguljós á gangbraut á Hjallabraut og Flókagötu

Points

Hámarkshraði er 50 km, sem er allt of mikill. Þarna ganga mörg börn í skóla og í skólasund. Líka mikið um aðra gangandi á leikskólann, skólann og á Víðistaðatún. Ekki nóg að setja betri lýsingu, þarf gönguljós til að tryggja öryggi.

Mæli með þessu þar sem ljós myndu bæta mikið öryggi allra sem þarna fara um, sérstaklega allra barna sem fara þarna um t.d. á leið í sund

Hugmynd sem gæti bjargað mannslífum!

Sammála!

Mjög góð hugmynd, ef ég skil merkingarnar rétt um hraða þá er hámarkshraðinn þarna 30 km en það halda allir að það sé 50 km og keyra þal alltof hratt, það þyrfti ásamt því að setja upp þessi ljós að koma með fleiri hraðaskilti við götuna til að gera fólki ljóst hver hámarkshraðinn er

Það þarf klárlega að setja gönguljós, Lækka hámarkshraða í 30, setja hraðahindranir og hraðamælingar. Það þarf virkilega að lækka hraðann í götunni. Þá er engin ástæða til að hafa tvöfalda akgrein á suðurleið Flókagötu og Hjallabrautar frá Hringtorginu við Skjólvang.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information