Göngustígur upp Ásfjall

Göngustígur upp Ásfjall

Gera betri göngustíg upp Ásfjall. Núverandi stígur er hættulegur og fólk verið að detta og meiða sig þar. Snúa sig í grjótinu. Mikil ásókn er upp á fjallið þar sem er gott útsýni yfir gosstöðvarnar. Verkið gæti verið liður í að bæta áhugaverða staði og gera Hafnarfjörð að draumastað fyrir útiveru og göngur. Einnig væri hægt að setja steinbekk eða aðstöðu til að horfa á sólarlagið. Við erum heilsueflandi samfélag, heilsueflandi bær og bætum þennan göngustíg sem allra fyrst.

Points

Slysahætta minnkar stórlega.

Það er skömmm að því að ekki skuli vera gönguleið upp á bæjarfjall Hafnarfjarðar :)

Best væri að hafa stíginn aðgengilegan öllum, þ.e. einnig fólki í hjólastól og öldruðum sem vilja fá smá útsýni. Einnig þarf að huga að bílastæðum fyrir fólk sem kemur akandi að Ásfjalli.

Frábær hugmynd. Tel best ef stígarnir væru lagðir sem náttúrustígar þannig að þeir falli vel inn í umhverfið, steinahellur, viðardrumbar eða viðarhellur t.d. Ekki bara möl eða steypa eða e-ð sem stingur í augu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information