Hjólageymslur fyrir samgönguhjól

Hjólageymslur fyrir samgönguhjól

Einföld og ódýr lausn til að geyma/leggja samgönguhjólum þar sem ekki allir hafa aðgang að öruggum geymslustað. Reiðhjólastuldur er landlæg plága og lítið um úrræði. Notendur skrá sig í áskrift og fá lykla að öruggum hjólageymslum sem komið er fyrir víða s.s. í miðbæjarkjörnum, við mannmarga vinnustaði, við verslunarkjarna, jafnvel í íbúðagötum. Sjá hlekk frá Bretlandi: https://www.sustrans.org.uk/our-blog/opinion/2020/july/secure-cycle-parking-is-vital-to-getting-more-people-on-bikes/?

Points

Reiðhjólastuldur er landlæg plága og lítið um úrræði. Oft duga jafnvel ekki sterkustu hjólalásar og þetta verður til þess að fólk sem ekki hefur aðgengi að læstum hjólageymslum veigrar sér við að nota reiðhjól sem samgöngutæki. Einfaldar og ódýrar geymslulausnir geta fleytt mörgum yfir hjallann.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information