Leikvellir á Hvaleyrarholti

Leikvellir á Hvaleyrarholti

Leikvellir á Hvaleyrarholti hafa átt betri daga. Þó að búið sé að skipta út tækjum við Eyrarholt er það ekki nóg. Börnin eiga það skilið að fá góða leikvelli og mætti setja alveg ný tæki svipað og er á víða á völlunum.

Points

Legg til að það verði líka plantað trjám kringum leikvelli svo það myndist skjól í kringum þá, líkt og gert hefur verið í Borgarnesi. Sömuleiðis væri gaman að sjá leiktæki sem eru aðeins öðruvísi en eru á öllum leikvöllum. Því miður eru leikvellir nánast eiginlega allir eins, með sömu leiktækjunum ólíkt því sem maður hefur kynnst annars staðar.

Leikvellirnir eru úr sé gengnir -Ljónagryfjan v/Eyrarholt: Búið er að setja nýjar rólur, ein hefði mátt vera ungbarnaróla. Bæta við leiktækjum þar eins og rambeltu, laga netin í mörkunum. -Ofan Eyrarholts: Girða af vegna fallhættu við nálæga kletta. Börn og fullorðnir sjá ekki hættuna. -Álfholt og Suðurholt: Skipta út mölinni fyrir mjúkt undirlag. Möl full af kattaskít og glerbrotum. Bæta við ungabarnarólu, rennibraut og rambeltu -Háholt v/Hvaleyrarskóla: Nýjan leikvöll frá grunni

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information