Skautahöll í Hafnarfjörð

Skautahöll í Hafnarfjörð

Til að skautaíþróttir geti vaxið og dafnað í Hafnarfirði og Íslandi öllu þarf að fjölga skautahöllum og væri þarft framtak ef heilsubærinn Hafnarfjörður myndi byggja skautahöll fyrir iðkendur á stór Hafnarfjarðarsvæðinu, td.á völlunum. Fjöldi ungmenna sækir skautahallir í Reykjavík með tilheyrandi akstri en verst er að vita til barna sem hafa áhuga en fá ekki tækifæri til að stunda skautaíþróttir. Boltaíþróttir henta alls ekki öllum og mikilvægt að tryggja fjölbreytni íþróttaframboðs.

Points

Aðstaða til skautaíþróttaiðkunar er löngu sprungin en einungis tvær hallir eru í Reykjavík og ein á Akureyri. Skautahallir geta líkt og sundlaugar rekið sig með aðgangseyri og geta því að minnsta kosti staðið undir hluta rekstrar. Aukinn fjölbreytileiki íþróttastarfs með íshokkí, listhlaupi og jafnvel krullu getur hentað fjölbreyttum hópi á ólíkum aldri. Hægt væri að staðsetja höllina við bílastæði Tækniskólans, á völlunum eða í 5 mín hverfinu.

Skautaíþróttaaðstaða í flottri skautahöll í Hafnarfirði væri mikilvæg viðbót til íþróttaiðkunar. Skautahallir á höfuðborgarsvæðinu eru fullnýttar enda fáar miðað við fjölda íbúa. Margir ungir Hafnfirðingar stunda skautaíþróttir og eru mikil tækifæri til að stækka og styrkja íshokkí og listhlaup og gefa fleirum tækifæri til að stunda þessar frábæru íþróttir. Margir iðkendur í íshokkí hafa prófað margar greinar og loks fundið sig þar.

Það eru svo margir iðkendur sem þurfa að sækja æfingar í þær tvær yfirfylltu skautahallir í Reykjavík á háanna umferðartíma, svo eiga Akureyringar eina.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information