Gatnamótin við Álfaskeið og Flatahraun

Gatnamótin við Álfaskeið og Flatahraun

Þessi gatnamót eru orðin mjög hættuleg og sérstaklega eftir tilkomu Krónunnar og annarra fyrirtækja í sömu byggingu. Finnst að úrbætur á þessum gatnamótum ættu að fá algeran forgang.

Points

Þurfum að skella þarna niður hringtorgi

Greinilega gleymst algjörlega að gera ráð fyrir að fólk myndi fara og versla þarna...hvort sem er hjólandi, gangandi eða keyrandi....

Aðgengi hjólandi og gangandi er til vansa. Þetta þarf að laga áður en slys hljótast af.

Èg hef einmitt verið að hugsa mikið um þessi stórhættulegu gatnamót eftir að Krónan kom.Það þarf að laga þetta strax áður en um slys verður.

Algjörlega sammála þessu, þarna myndast mikil flækja af bæði akandi og gangandi og engin örugg leið önnur en að fara eins varlega og hægt er, mikil slysahætta.

Ég þarf að keyra þessi gatnamót stundum oft á dag. Það var stundum erfitt að taka vinstri beygju inn á Flatahraun af Álfaskeiði áður en Krónan kom og mynduðust oft raðir á Álfaskeiði vegna þess. Núna má maður þakka fyrir ef maður getur tekið þessa beygju. Það er oft auðveldara að taka hægri beygju og fara um hringtorgið við Kaplakrika og ekki er það nú skemmtilegt hringtorg á álgstímum.

Mikilvægt að farið verði í framkvæmdir ÁÐUR en einhver slasast.

Sammála

Sammála þessu það verður að bæta úr aðgengi þarna strax, einnig fyrir gangandi og hjólandi, prufið að labba/hjóla gangbrautina og svo í átt að lögreglustöðinni að Krónunni, algerlega glatað.

Þessi gatnamót eru slysahætta og ráða ekki við þá umferð sem þarna fer um.

Tek undir það að þarna þarf strax að gera úrbætur. Reyndar furðulegt að ekki skuli hafa verið hugsað út í þetta strax þegar fyrir lá að stórverslun, Krónan, væri að hefja rekstur þarna á horninu. Annað hvort þarf ljós eða hringtorg. En hringtorg geta líka verið stórhættuleg eins og hringtorgið Fjarðarhraun / Flatahraun sérstaklega fyrir bíla sem þurfa að komast inn á torgið frá Bæjarhrauni. Bílar frá austanverðu Flatahrauni aka viðstöðulaust inn á torgið ef smuga er í umferði frá vinstri.

Skemmtilegt að sjá á kortinu sem fylgir þessari ábendingu hvað margt hefur breyst á stuttum tíma. Krónan er ekki þarna heldur er hún hjá Reykjavikurveginum. Svo ef það er farið þangað sem Lemon er hjá Bónus þá má sjá gamla góða Hróa Hött.

Þetta eru hrikaleg gatnamót. Það að bæta við auglýsingaskjá þarna líka er skrítin ákvörðun sem eykur á líkur því að fólk missi athyglina og að slys verði.

Þessi gatnamót eru stórhættuleg, og þarf nauðsynlega að gera úrbætur á þeim. Umferð vestan megin frá Flatahrauni sem beygir inn á Krónuplanið stefnir beint á umferð sem kemur austan meginn á Flatahrauni á leið inn á Álfaskeið og myndar teppu þar. Akandi umferð frá Krónunni og inn á Álfaskeið þverar Flatahraunið á ská, og skapar þannig hættu fyrir umferð úr báðum áttum. Gangandi vegfarendur eru í mikilli hættu þarna, engin gangstétt fyrir þá og erfitt að komast yfir Flatahraunið á annatíma.

Þetta er tifandi tímasprengja. Ég hef ítrekað orðið vitni að vandræðagangi við þessi gatnamót, sérstaklega á álagstímum. Hafnarfjörður á að ganga á undan með góðu fordæmi og breyta þessu ÁÐUR en alvarlegt slys verður.

Gatnamótin við Álfaskeið og Flatahraun eru hættuleg og sama má segja um hringtorgið, Reykjanesbraut við N1. Gríðarleg og aukin umferð til Keflavíkur og efri hverfi Hafnarfjarðar gera það að verkum að bæði þessi gatnamót eru löngu sprungin og stórhættuleg. Það þarf mislæg gatnamót til að anna allri þessari umferð.

Það þarf að bæta aðgengi bíla og gangandi vegfarenda um þessi gatnamót. Það myndast oftar en ekki stífla við þessi gatnamót og það er ekki langt í næstu stíflu sem er hringtorgið við Kaplakrika. Mætti skoða þetta í samhengi hvernig best væri að bæta þetta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information