Göngu/hjóla og hlaupastígar við Kaldárselsveg

Göngu/hjóla og hlaupastígar við Kaldárselsveg

Bæta þarf aðgengi annarra en akandi að frábæru útivistarsvæði við Hvaleyrarvatn, Kaldársel og Helgarfell.

Points

Sammála þessu fer oft úr miðbænum, ýmist hlaupandi eða hjólandi að Hvaleyrarvatni áfram og kem niður í Vallahverfinu, fínasti hringur en eilíf vandræði hvar maður á að staðsetja sig og oft á tíðum hættulegt vegna umferðar.

Þetta svæði er mikið notað af fólki sem hefur áhuga á alls konar útiveru og hreyfingu en aðgengi er nánast eingöngu öruggt fyrir þá sem ferðast um á bíl. Á sumrin eykst umferð enn meir og töluvert um að farið sé með hópa af krökkum á þetta svæði sem ferðast um á hjólum og þá þurfa þau að nota mjóa vegina til að komast. Þarna fara um gangandi, hjólandi, hlaupandi og akandi á sama mjóa og kræklótta veginum og skapast af því töluverð hætta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information