Ungbarnaleikskóli

Ungbarnaleikskóli

Það væri algjör snilld að gera Hafnarfjörð að vænlegri stað fyrir barnafjölskyldur. Komum upp ungbarnaleiksólum aftur í Hafnarfirði. Áfram smábörn

Points

Það var starfræktur vandaður ungbarnaleikskóli en lagður niður fyrir stuttu. Gott væri að skilja hver rökin voru með því. Ég get ekki ímyndað mér að það sé gott fyrir samfélag að foreldrar komist ekki á vinnumarkað fyrr en barn kemst á leikskóla.

Auðveldar foreldrum að fara út á vinnumarkað. Það er óþarfi að harka um dagmæður sem eru af skornum skammti.

Styð þessa hugmynd! Þó við séum heppin með okkar daggæslu þá eru daggæslumálin almennt afar ótrygg. Margir að leita að plássi í takmörkuðum hópi daggæsla, ekkert samræmi í gjöldum þeirra á milli, sum leyfa ekki skoðun fyrirfram, maður veit ekkert um einstaklinginn sem barnið manns eyðir deginum hjá, ef upp koma veikindi hjá daggæsluaðila þá er lokað með tilheyrandi vinnuröskun fyrir foreldra sem væri t.d. hægt að forðast með ungbarnaleikskóla með fleira starfsfólki sem hlypi í skarðið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information