Rútur úr Hafnarfirði á skíðasvæðin

Rútur úr Hafnarfirði á skíðasvæðin

Þar sem Hafnarfjarðarbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem stendur að rekstri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli fyndist mér tilvalið að bærinn myndi beita sér fyrir því að rúturnar sem fara á svæðin færu líka til og frá Hafnarfirði eins og var hér áður.

Points

Krakkarnir okkar hafa anski knappan tíma til að koma sér heim úr skólanum, borða, græja sig og ná svo strætó niður í Mjódd því þangað þurfa þau að vera komin um klukkan 16. Flestir foreldrar eru enn í vinnu á þessum tíma og eiga erfitt með að keyra þau í rútuna. Skíðaiðkun hefur verið í sókn og um að gera að reyna að gera skíðin eins aðgengileg og hægt er.

Snjóbrettafélag Hafnarfjarðar er með tvær skipulagðar æfingar í viku og því myndi þetta nýtast mjög vel fyrir krakkana sem þar æfa og einnig fyrir þau að komast í fjallið utan æfinga.

Hafnarfjörður er heilsubær og hlýtur að vilja styðja við allar íþróttir. Þetta væri frábær stuðningur við skíða/brettakrakkana okkar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information